Draga tilnefningu tólf ára barns til Razzie-verðlauna til baka Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2023 11:53 Ryan Kiera Armstrong var tilnefnd fyrir frammistöðu sína í myndinni Firestarter sem byggir á sögu Stephen King. Getty Aðstandendur Razzie-verðlaunanna hafa ákveðið að draga tilnefningu hinnar tólf ára Ryan Kiera Armstrong til verðlaunanna til baka. Aðstandendur verðlaunanna hafa sætt mikilli gagnrýni vegna ákvörðunarinnar að tilnefna stúlkuna og hafa þeir verið sakaðir um að leggja barn í einelti. Þeir hafa nú beðist afsökunar á málinu. Armstrong er í hópi fimm sem tilnefndar eru sem „versta leikkonan“ vegna frammistöðu sinnar í hryllingsmyndinni Firestarter. Um er að ræða endurgerð á kvikmynd frá árinu 1984 sem skartaði Drew Barrymore í aðalhlutverki og byggði á sögu Stephen King. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. In light of feedback (which we ve come to agree with) the @RazzieAwards will not be including Ryan Kiera Armstrong on the final voting ballot. @DevonESawa— The Razzie® Awards (@RazzieAwards) January 25, 2023 Margir gagnrýndu forsvarsmenn Razzie-verðlaunanna harðlega vegna tilnefningarinnar. „Ef þú hélt að Razzie-verðlaunin myndu ákveða að vera ekki eins illgjörn að þessu sinni þá skaltu hugsa þig aftur um, þar sem í hópi tilnefndra í ár er Ryan Kiera Armstrong fyrir Firestarter, sem er tólf ára gömul,“ segir í grein Variety. Ritstjóri menningardeildar Independent segir að tilnefningin ýti undir að réttast sé að leggja af verðlaunahátíðina. Aðrar leikkonur sem tilnefndar voru í flokknum í ár voru Bryce Dallas Howard fyrir Jurassic Park: Dominion, Diane Keaton fyrir Mack & Rita, Kaya Scodelario fyrir The King’s Daughter og Alicia Silverstone fyrir The Requin. Hin tólf ára Armstrong hefur leikið í átta kvikmyndum á ferlinum og þremur sjónvarpsþáttaröðum, meðal annars American Horror Story. Hollywood Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Armstrong er í hópi fimm sem tilnefndar eru sem „versta leikkonan“ vegna frammistöðu sinnar í hryllingsmyndinni Firestarter. Um er að ræða endurgerð á kvikmynd frá árinu 1984 sem skartaði Drew Barrymore í aðalhlutverki og byggði á sögu Stephen King. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. In light of feedback (which we ve come to agree with) the @RazzieAwards will not be including Ryan Kiera Armstrong on the final voting ballot. @DevonESawa— The Razzie® Awards (@RazzieAwards) January 25, 2023 Margir gagnrýndu forsvarsmenn Razzie-verðlaunanna harðlega vegna tilnefningarinnar. „Ef þú hélt að Razzie-verðlaunin myndu ákveða að vera ekki eins illgjörn að þessu sinni þá skaltu hugsa þig aftur um, þar sem í hópi tilnefndra í ár er Ryan Kiera Armstrong fyrir Firestarter, sem er tólf ára gömul,“ segir í grein Variety. Ritstjóri menningardeildar Independent segir að tilnefningin ýti undir að réttast sé að leggja af verðlaunahátíðina. Aðrar leikkonur sem tilnefndar voru í flokknum í ár voru Bryce Dallas Howard fyrir Jurassic Park: Dominion, Diane Keaton fyrir Mack & Rita, Kaya Scodelario fyrir The King’s Daughter og Alicia Silverstone fyrir The Requin. Hin tólf ára Armstrong hefur leikið í átta kvikmyndum á ferlinum og þremur sjónvarpsþáttaröðum, meðal annars American Horror Story.
Hollywood Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37