Ísafold fjármagnar þriðja sjóðinn og slítur þeim fyrsta

Meðaltalsávöxtun lánasjóðsins MF1, sem er í rekstri Ísafold Capital Partners, stefnir í 10,3 prósent á ári frá stofnun við árslok 2015 og fram á vormánuði, þegar sjóðnum verður slitið. Fjármögnun á þriðja sjóði félagsins var nýverið lokið fyrir samtals 7,4 milljarða króna.
Tengdar fréttir

Fyrirtækjalánin að færast úr bönkunum til fjárfesta og lífeyrissjóða
Á sama tíma og afar lítill vöxtur hefur verið í útlánum bankakerfisins til fyrirtækja um nokkurt skeið hefur atvinnulífið í auknum mæli verið að sækja sér fjármögnun til annars konar lánveitenda.