Lesfimipróf barna – af hverju leggjum við þau fyrir? Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 24. janúar 2023 12:01 Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Lestur er grunnur að frekara námi og eitt það mikilvægasta fyrir skólagöngu barns er að ná góðum tökum á lestri. Það er því mikilvægt fyrir kennara og forsjáraðila að vita hvernig barni gengur að læra að lesa, en til þess eru lesfimiprófin. Lífleg samfélagsumræða hefur oft kviknað um prófið í kjölfar þess að það er lagt fyrir og hefur hún meðal annars snúist um gildi þess að meta lesfimi barna og sanngirni viðmiðanna sem sett hafa verið fram um æskilegan árangur. Það er eðlilegt að forsjáraðilar spyrji sig spurninga um prófin, af hverju þau eru yfir höfuð lögð fyrir og hvað þau eiga að mæla. Hvað er lesfimi? Lestur byggir á því að barnið læri að þekkja bókstafi, hljóð og orðmyndir, ásamt því að þekkja merkingu orðanna, án umhugsunar. Þegar barn hefur náð góðu valdi á þessum grunnþáttum og lesturinn er orðinn sjálfvirkur og nákvæmur má segja að barnið sé komið með góða lesfimi. Góð lesfimi kemur í veg fyrir áreynslu við lesturinn og gefur lesandanum svigrúm til að skilja innihald textans sem leiðir til betri lesskilnings. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir barn að búa yfir góðri lesfimi. Hvers vegna er lesfimi metin? Lesfimiprófin eru valkvæð próf en hægt er að leggja þau fyrir þrisvar sinnum á skólaári fyrir hvern nemanda. Lesfimi er metin til að fylgjast vel með framförum nemenda í lestrarnámi og til að kanna hvort þeir glími mögulega við lestrarvanda svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning. Þannig er líka hægt að meta hvort, og hversu vel, sá stuðningur virkar fyrir barnið ef því er að skipta. Mat á lesfimi veitir kennurum góðar upplýsingar sem nota þarf til að mæta hverju og einu barni betur í lestrarnámi þess. Aðferðin sem notuð er hér á landi við mat á stöðu nemenda í lestri er útbreidd á alþjóðavísu og studd traustum, vísindalegum rökum. Hvað þýða niðurstöður úr lesfimiprófum? Forsjáraðilar grunnskólabarna fá niðurstöður lesfimiprófs afhentar í viðtali eða að barnið kemur með þær heim úr skólanum. Þar kemur fram hversu mörg orð barnið les á mínútu og hvernig barninu gekk í síðustu prófum. Ef barn les færri orð á mínútu en lægsta viðmiðið sýnir er næsta skref að skoða lestur þess betur með því að leggja fyrir það svokölluð stuðningspróf. Þau geta veitt góðar upplýsingar um það hvernig styðja má betur við lestrarnám barnsins þannig að það nái góðum tökum á lestrinum. Ef lesin orð á mínútu hjá barni eru í grennd við eða á viðmiði tvö er árangurinn góður. Niðurstöðurnar, sem kennarar fá úr lesfimiprófum, eru þannig gríðarlega mikilvægar, bæði fyrir þá og sérhvert barn. Þær geta lagt grunninn að réttum áherslum í lestrarkennslu, varpað ljósi á það hverjir þurfa stuðning og markað leið allra nemenda í átt að sífellt meiri lestrarfærni sem er ómetanlegt verkfæri á flestum sviðum lífsins. Endurskoðun lesfimiprófsins Á þeim árum sem prófið hefur verið í notkun hafa safnast saman einstök og mikilvæg gögn. Gögnin verða meðal annars notuð til að endurskoða lesfimiviðmiðin og það hvernig best er að birta niðurstöður fyrir alla þá sem hafa hag af því að nota prófið. Sú vinna er þegar hafin og þakkar Menntamálstofnun fyrir allar ábendingar sem hafa borist vegna prófsins. Höfundur er læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar