Carragher sparaði ekki stóru orðin um Everton eftir að félagið rak Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 07:31 Frank Lampard hefur ekki náð að koma Everton liðinu í gang og fer frá félaginu þar sem það situr í fallsæti. AP/Zac Goodwin Jamie Carragher var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Everton að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard. Fyrrum leikmaður Liverpool hélt því fram á Sky Sports að Everton væri verst rekna félagið í Englandi. Carragher hefur haldið þessu fram áður og sagði þá að forráðamenn félagsins hafi heyrt í sér og kvartað. Hann hélt því samt fram aftur í gær og sagðist fullviss um að sú fullyrðing væri rétt hjá sér. Carragher er mjög ósáttur með hvernig félagið lætur stuðningsmenn sína líta út en þeir voru ekki að kalla eftir nýjum knattspyrnustjóra heldur miklu frekar nýrri stjórn og nýjum eigenda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Engu að síður þá þurfti Lampard að taka pokann sinn í gær eftir að hafa verið minna en ár við stjórnvölinn. Lokaleikur Lampard var 2-0 tapleikur á móti West Ham sem var þriðja deildartap Everton liðsins í röð. Liðið situr í nítjánda og næstsíðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bullandi fallhættu. „Enginn þekkir félagið sitt betur en þeirra eigin stuðningsmenn,“ sagði Jamie Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. Hann er ekki í vafa um það að Everton sé versta rekna félagið í landinu. „Það voru enginn fánar að kalla eftir brottrekstri Frank Lampard heldur var þeim beint gegn eigandanum Farhad Moshiri og stjórninni,“ sagði Carragher. „Ég hef sagt það áður að Everton sé versta félagið í Englandi. Það var ekki eitthvað skot frá fyrrum leikmanni Liverpool. Ég er að segja þetta sem stuðningsmaður Everton,“ sagði Carragher. „Þegar ég sagði þetta á sínum tíma þá hafði Everton samband sem ég kunni að meta. Að vera vakandi og tilbúin að verja þitt félag. Ég taldi samt ekki að ég hefði haft rangt fyrir mér og þetta er heldur ekki rangt hjá mér núna,“ sagði Carragher en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Fyrrum leikmaður Liverpool hélt því fram á Sky Sports að Everton væri verst rekna félagið í Englandi. Carragher hefur haldið þessu fram áður og sagði þá að forráðamenn félagsins hafi heyrt í sér og kvartað. Hann hélt því samt fram aftur í gær og sagðist fullviss um að sú fullyrðing væri rétt hjá sér. Carragher er mjög ósáttur með hvernig félagið lætur stuðningsmenn sína líta út en þeir voru ekki að kalla eftir nýjum knattspyrnustjóra heldur miklu frekar nýrri stjórn og nýjum eigenda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Engu að síður þá þurfti Lampard að taka pokann sinn í gær eftir að hafa verið minna en ár við stjórnvölinn. Lokaleikur Lampard var 2-0 tapleikur á móti West Ham sem var þriðja deildartap Everton liðsins í röð. Liðið situr í nítjánda og næstsíðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bullandi fallhættu. „Enginn þekkir félagið sitt betur en þeirra eigin stuðningsmenn,“ sagði Jamie Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. Hann er ekki í vafa um það að Everton sé versta rekna félagið í landinu. „Það voru enginn fánar að kalla eftir brottrekstri Frank Lampard heldur var þeim beint gegn eigandanum Farhad Moshiri og stjórninni,“ sagði Carragher. „Ég hef sagt það áður að Everton sé versta félagið í Englandi. Það var ekki eitthvað skot frá fyrrum leikmanni Liverpool. Ég er að segja þetta sem stuðningsmaður Everton,“ sagði Carragher. „Þegar ég sagði þetta á sínum tíma þá hafði Everton samband sem ég kunni að meta. Að vera vakandi og tilbúin að verja þitt félag. Ég taldi samt ekki að ég hefði haft rangt fyrir mér og þetta er heldur ekki rangt hjá mér núna,“ sagði Carragher en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Sjá meira