Í gærkvöldi var greint frá því að ítalska knattspyrnusambandið hefði komist að þeirri niðurstöðu að félagið hefði gerst sekt um brot á félagsskiptareglum deildarinnar og þar með hafa fimmtán stig verið dregin af liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni. Þá hafa allir fyrrverandi stjórnarmeðlimir félagsins verið dæmdir í bann, en þar á meðal er Andrea Agnelli, fyrrum forseti Juventus.
Juventus sendi svo frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi þar sem félagið segist ætla að áfrýja ákvörðuninni til Alþjóðaáfrýjunardómstólsins.
Í tilkynningu Juventus kemur fram að félagið bíði nú eftir því að ítalska knattspyrnusambandið birti ástæður refsingarinnar og að félagið tilkynni tafarlausa áfrýjun til íþróttaábyrgðarráðsins (e. Sport Guarantee Board).
Press release.
— JuventusFC (@juventusfcen) January 20, 2023