Håland reimaði á sig markaskóna 22. janúar 2023 16:30 Þessir tveir ná leiðinlega vel saman að mati José Sá, markvarðar Úlfanna. Tom Flathers/Getty Images Erling Braut Håland skoraði öll þrjú mörk Manchester City þegar liðið vann Úlfana 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fjórða þrenna framherjans í deildinni. Það tók heimamenn í City sinn tíma að brjóta Úlfana á bak aftur en gestirnir eru í bullandi fallbaráttu. Á 40. mínútu gaf Kevin De Bruyne boltann á framherjann frá Noregi sem gat ekki annað en skorað og staðan 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti Håland við tveimur mörkum á 50. og 54. mínútu, það fyrra úr vítaspyrnu. Riyad Mahrez kom boltanum einnig í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 4 - Erling Haaland has scored his fourth Premier League hat-trick in just his 19th appearance, breaking Ruud van Nistelrooy's record (fourth hat-trick in 65th app). 19 - Erling Haaland65 - Ruud van Nistelrooy81 - Luis Suárez86 - Alan Shearer89 - Robbie Fowler Playground. pic.twitter.com/4rg2aHuP7a— OptaJoe (@OptaJoe) January 22, 2023 Lokatölur 3-0 og Håland nú skorað 25 mörk í aðeins 19 deildarleikjum. Eftir sigur dagsins munar aðeins tveimur stigum á Arsenal og Man City á toppi deildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Úlfarnir eru á sama tíma í 17. sæti með 17 stig. Enski boltinn Fótbolti
Erling Braut Håland skoraði öll þrjú mörk Manchester City þegar liðið vann Úlfana 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fjórða þrenna framherjans í deildinni. Það tók heimamenn í City sinn tíma að brjóta Úlfana á bak aftur en gestirnir eru í bullandi fallbaráttu. Á 40. mínútu gaf Kevin De Bruyne boltann á framherjann frá Noregi sem gat ekki annað en skorað og staðan 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti Håland við tveimur mörkum á 50. og 54. mínútu, það fyrra úr vítaspyrnu. Riyad Mahrez kom boltanum einnig í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 4 - Erling Haaland has scored his fourth Premier League hat-trick in just his 19th appearance, breaking Ruud van Nistelrooy's record (fourth hat-trick in 65th app). 19 - Erling Haaland65 - Ruud van Nistelrooy81 - Luis Suárez86 - Alan Shearer89 - Robbie Fowler Playground. pic.twitter.com/4rg2aHuP7a— OptaJoe (@OptaJoe) January 22, 2023 Lokatölur 3-0 og Håland nú skorað 25 mörk í aðeins 19 deildarleikjum. Eftir sigur dagsins munar aðeins tveimur stigum á Arsenal og Man City á toppi deildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Úlfarnir eru á sama tíma í 17. sæti með 17 stig.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti