„Hafði áhyggjur þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 00:37 Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Mate Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sína menn eftir þriðja sigur liðsins í röð. „Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22