Arsenal mun greiða 21 milljón punda fyrir leikmanninn, en það samsvararar tæplega 3,8 milljörðum króna. Árangurstengdir bónusar gætu þó hækkað verðið upp í 27 milljónir punda.
Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá því að samningar milli Arsenal og Brighton séu svo gott sem í höfn, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.
Leandro Trossard deal details ⚪️🔴
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2023
▫️ Four year deal agreed, personal terms never an issue as he turned down two clubs for Arsenal;
▫️ Arsenal will pay £21m plus £6m add-ons to Brighton;
▫️ Deal completed in 24h after first contact on Wednesday as revealed today.
Here we go. pic.twitter.com/YyHio8sTtz
Trossard mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við Arsenal og búist er við því að samningar verði í höfn á næsta sólarhringnum.
Leikmaðurinn hefur verið í herbúðum Brighton síðan árið 2019 og hefur skorað 25 mörk í 116 deildarleikjum fyrir liðið. Þá á þessi 28 ára gamli kantmaður að baki 24 leiki fyrir belgíska landsliðið þar sem hann hefur skorað fimm mörk.