Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði Snorri Másson skrifar 20. janúar 2023 09:01 „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum. Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira
Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum.
Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira