Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Sif Atladóttir gladdist mjög fyrir hönd Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar hún hafði betur í baráttu sinni við Lyon. stöð 2 sport Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð. Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira
Í fyrradag birtist grein eftir Söru á vefsíðunni The Players' Tribune þar sem hún lýsti framkomu Lyon í sinn garð meðan hún var barnshafandi og eftir að hún sneri aftur til félagsins eftir að hafa eignast son sinn, Ragnar Frank. Sara fékk meðal annars ekki greidd laun eftir að hún varð ólétt og leitaði réttar síns til FIFA. Dómurinn í málinu féll í maí 2022 og var Lyon gert að greiða Söru vangoldin laun, allt að þrettán milljónir króna með vöxtum. Sif samgladdist fyrrverandi samherja sínum í íslenska landsliðinu mjög og telur að dómurinn í málinu geti reynst álíka fordæmisgefandi og Bosman-dómurinn. Hann féll í desember 1995 og hvað á um að ekki væri hægt að takmarka atvinnufrelsi leikmanna eftir að samningur þeirra rynni út. Stórkostlegur sigur „Ég lít á þetta sem stórkostlegan sigur, fyrir Söru persónulega og maður var mjög hrærður þegar maður las pistilinn hjá henni. Þetta tók mikið á hana og hún mátti ekkert ræða þetta í langan tíma,“ sagði Sif í samtali við íþróttadeild í gær. Hún er verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands auk þess að spila með Selfossi. „Sara hefur aldrei lagt vopnin niður í þessari baráttu. Þetta skref hennar minnir svolítið á Bosman-dóminn og mun vera fordæmisgefandi íþróttakonur í framtíðinni.“ FIFA samþykkti fyrir nokkrum misserum reglu um fæðingarorlof fótboltakvenna. Sif segir að reglan sé mikilvæg en enn sé nokkuð í land. Ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur „Við erum nokkuð vel sett í fótboltanum hvað þessa reglu sem var sett 2021 varðar og vonandi smitar þetta út frá sér í aðrar íþróttir því þetta er mjög mikilvægt fyrir kvennaíþróttir,“ sagði Sif. Klippa: Sif um mál Söru „Sara er eitt þekktasta andlitið í kvennaboltanum og eins og hún segir hafa ekki margar fótboltakonur í Frakklandi verið óléttar. Hennar barátta með FIFPro, alþjóðlegu leikmannatökunum, var mikilvæg og sýnir mikilvægi svona samtaka. Við erum hérna til að aðstoða leikmenn í þeirra baráttu og gera umhverfið í íþróttum betra. Þetta mál hjá Söru og Lyon er ótrúlega stórt fyrir allar íþróttakonur alls staðar.“ Allt viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræðir hún meðal annars um eigin reynslu af því að vera ólétt fótboltakona en hún eignaðist bæði börnin sín meðan hún lék með Kristianstad í Svíþjóð.
Deila Söru Bjarkar og Lyon Fótbolti Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira