Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 67-73 | Baráttan um sæti í úrslitakeppni galopin Jakob Snævar Ólafsson skrifar 18. janúar 2023 19:55 Danielle Rodriguez átti góðan leik fyrir Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi. Gestirnir frá Grindavík byrjuðu betur og skoruðu fyrstu níu stig leiksins en eftir tæpar þrjár mínútur tóku Njarðvíkingar við sér og náðu að saxa á forskotið og komast yfir en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og komust aftur yfir áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan að honum loknum var 18-20 gestunum í vil. Grindvíkingar komu af krafti út í annan leikhluta og skoruðu átta fyrstu stig hans. Munurinn hélst á bilinu sex til tíu stig fyrir Grindavík fram að hálfleik en þá var staðan 32-42 fyrir gestina. Sóknarleikur Njarðvíkinga gekk sérstaklega erfiðlega í öðrum leikhluta. Heimakonur töpuðu boltanum til að mynda sjö sinnum í leikhlutanum en aðeins einu sinni í þeim fyrsta. Skotnýting liðanna var svipuð í heild en Grindvíkingar hittu aðeins betur úr þriggja stiga skotum. Í fyrri hálfleik fóru Amanda Okodugha og Hulda Björk Ólafsdóttir fyrir liði Grindavíkur með þrettán og ellefu stig en Aliyah Collier leiddi eins og oft áður lið Njarðvíkur. Í þriðja leikhluta byrjaði Njarðvík enn illa og Grindavík náði átján stiga forystu 33-51 en í seinni hluta leikhlutans tók Njarðvík sig á og minnkaði muninn. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan 50-55 fyrir Grindavík. Njarðvík fékk nokkur tækifæri til að komast enn nær Grindvíkingum. Þeim tókst þó ekki að komast nær en þremur stigum frá gestunum. Þegar tækifæri gáfust til að minnka muninn enn meira hittu Njarðvíkingar ekki úr skotum sínum eða misstu boltann. Grindvíkingar sigldu því sigrinum heim, 67-73 og halda glaðar í bragði til síns heima. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir þennan leik en nú er Grindavík í fimmta sæti aðeins tveimur stigum á eftir Njarðvík í fjórða sætinu. Af hverju vann Grindavík? Það var ekki í neinum þáttum leiksins neinn áberandi tölfræðilegur munur milli liðanna nema einum. Í þriggja stiga skotum var skotnýting Njarðvíkinga tíu prósent en hjá Grindavík var hún þrjátíu prósent. Það var einnig áberandi hvað stigaskor Grindvíkinga dreifðist betur milli leikmanna. Allir leikmenn í byrjunarliði gestanna skoruðu tíu stig eða meira en hjá Njarðvíkingum náðu aðeins tveir leikmenn þeim árangri. Segja má því að Grindavík hafi unnið með því að sýna betri heildarframmistöðu sem lið. Hverjar stóðu upp úr? Leikmenn í byrjunarliði Grindavíkur skoruðu á bilinu ellefu til tuttugu og eitt stig. Það var því engin þeirra sem stóð áberandi mest upp úr. Amanda Okodugha var stigahæst með tuttugu og eitt stig og Hulda Björk Ólafsdóttir kom næst með fimmtán. Okodugha tók einnig tíu fráköst. Danielle Rodriguez skoraði tólf stig, tók ellefu fráköst og stjórnaði leik liðsins eins og herforingi. Hjá Njarðvík báru Aliyah Collier og Isabella Ósk Sigurðardóttir af. Hin fyrrnefnda skoraði tuttugu og þrjú stig en hin síðarnefnda nítján. Báðar tóku þær þrettán fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga. Eins og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari þeirra, benti á í viðtali eftir leik, voru þær oft að velja slæma kosti og taka mun erfiðari skot en þörf var á. Sérstaklega var nýtingin úr þriggja stiga skotum slæm og á mörgum mikilvægum augnablikum þar sem möguleikar voru til staðar að gera öflugri atlögu að Grindvíkingum brenndu þær af eða misstu boltann. Hvað gerist næst? Liðin halda ótrauð áfram keppni sinni í Subway deildinni. Eftir slétta viku, 25. janúar, fer sautjánda umferð deildarinnar fram. Þá tekur Grindavík á móti Breiðablik en Njarðvíkingar fara í heimsókn í Grafarvog og mæta Fjölni. „Í vetur höfum við verið að brotna eftir áhlaup en nú náðum við sem betur fer að vinna“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum ánægður með sigur síns liðs og þann fyrsta í vetur gegn einu af fjórum efstu liðum deildarinnar. Hann sagði trú liðsins á það gæti unnið hafa ýtt undir að hans lið vann leikinn. „Þær komu með gott áhlaup eftir að við vorum komin með góða forystu en við héldum haus og náðum að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera.“ Hann var mjög ánægður hvernig liðið byrjaði bæði fyrri og seinni hálfleik og hvernig liðið hélt haus eftir áhlaup Njarðvíkinga. „Í vetur höfum við verið að brotna eftir áhlaup en nú náðum við sem betur fer að vinna.“ Hann tók undir að liðið gæti byggt á frammistöðunni í þessum leik sérstaklega í leikjum gegn efstu þremur liðum deildarinnar. Keflavík, Haukum og Val. „Þetta er mjög langt mót. Við þurfum að vinna fleiri leiki sérstaklega á móti liðunum fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að safna stigum. Vonandi getum við byggt á þessari frammistöðu.“ „Við erum alltaf að verða betri með hverjum leik og þurfum að halda svona áfram“ Hulda Björk var frábær í liði Grindavíkur í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Hulda Björk Ólafsdóttir, leikmaður Grindavíkur var næst stigahæst í liðinu og skoraði fimmtán stig í leiknum. Hún sagði að liðsheildin hjá Grindvíkingum hefði verið það sem helst stuðlaði að sigrinum. „Við héldum áfram þótt þær kæmu með áhlaup, vorum að tala saman í vörninni og vorum að spila saman.“ „Við erum alltaf að verða betri með hverjum leik og þurfum að halda svona áfram. Að spila sem lið og þá gerast bara bestu hlutir.“ Hulda játaði því að lögð væri mikil áhersla á liðsheild hjá Grindavík og liðið spilaði saman sem lið. „Við erum mjög gott lið. Allir geta skorað og það er mjög gott að hafa lið sem getur skorað og hjálpast að og það sé ekki alltaf einhver einn sem er að klára.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi. Gestirnir frá Grindavík byrjuðu betur og skoruðu fyrstu níu stig leiksins en eftir tæpar þrjár mínútur tóku Njarðvíkingar við sér og náðu að saxa á forskotið og komast yfir en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og komust aftur yfir áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan að honum loknum var 18-20 gestunum í vil. Grindvíkingar komu af krafti út í annan leikhluta og skoruðu átta fyrstu stig hans. Munurinn hélst á bilinu sex til tíu stig fyrir Grindavík fram að hálfleik en þá var staðan 32-42 fyrir gestina. Sóknarleikur Njarðvíkinga gekk sérstaklega erfiðlega í öðrum leikhluta. Heimakonur töpuðu boltanum til að mynda sjö sinnum í leikhlutanum en aðeins einu sinni í þeim fyrsta. Skotnýting liðanna var svipuð í heild en Grindvíkingar hittu aðeins betur úr þriggja stiga skotum. Í fyrri hálfleik fóru Amanda Okodugha og Hulda Björk Ólafsdóttir fyrir liði Grindavíkur með þrettán og ellefu stig en Aliyah Collier leiddi eins og oft áður lið Njarðvíkur. Í þriðja leikhluta byrjaði Njarðvík enn illa og Grindavík náði átján stiga forystu 33-51 en í seinni hluta leikhlutans tók Njarðvík sig á og minnkaði muninn. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan 50-55 fyrir Grindavík. Njarðvík fékk nokkur tækifæri til að komast enn nær Grindvíkingum. Þeim tókst þó ekki að komast nær en þremur stigum frá gestunum. Þegar tækifæri gáfust til að minnka muninn enn meira hittu Njarðvíkingar ekki úr skotum sínum eða misstu boltann. Grindvíkingar sigldu því sigrinum heim, 67-73 og halda glaðar í bragði til síns heima. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir þennan leik en nú er Grindavík í fimmta sæti aðeins tveimur stigum á eftir Njarðvík í fjórða sætinu. Af hverju vann Grindavík? Það var ekki í neinum þáttum leiksins neinn áberandi tölfræðilegur munur milli liðanna nema einum. Í þriggja stiga skotum var skotnýting Njarðvíkinga tíu prósent en hjá Grindavík var hún þrjátíu prósent. Það var einnig áberandi hvað stigaskor Grindvíkinga dreifðist betur milli leikmanna. Allir leikmenn í byrjunarliði gestanna skoruðu tíu stig eða meira en hjá Njarðvíkingum náðu aðeins tveir leikmenn þeim árangri. Segja má því að Grindavík hafi unnið með því að sýna betri heildarframmistöðu sem lið. Hverjar stóðu upp úr? Leikmenn í byrjunarliði Grindavíkur skoruðu á bilinu ellefu til tuttugu og eitt stig. Það var því engin þeirra sem stóð áberandi mest upp úr. Amanda Okodugha var stigahæst með tuttugu og eitt stig og Hulda Björk Ólafsdóttir kom næst með fimmtán. Okodugha tók einnig tíu fráköst. Danielle Rodriguez skoraði tólf stig, tók ellefu fráköst og stjórnaði leik liðsins eins og herforingi. Hjá Njarðvík báru Aliyah Collier og Isabella Ósk Sigurðardóttir af. Hin fyrrnefnda skoraði tuttugu og þrjú stig en hin síðarnefnda nítján. Báðar tóku þær þrettán fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga. Eins og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari þeirra, benti á í viðtali eftir leik, voru þær oft að velja slæma kosti og taka mun erfiðari skot en þörf var á. Sérstaklega var nýtingin úr þriggja stiga skotum slæm og á mörgum mikilvægum augnablikum þar sem möguleikar voru til staðar að gera öflugri atlögu að Grindvíkingum brenndu þær af eða misstu boltann. Hvað gerist næst? Liðin halda ótrauð áfram keppni sinni í Subway deildinni. Eftir slétta viku, 25. janúar, fer sautjánda umferð deildarinnar fram. Þá tekur Grindavík á móti Breiðablik en Njarðvíkingar fara í heimsókn í Grafarvog og mæta Fjölni. „Í vetur höfum við verið að brotna eftir áhlaup en nú náðum við sem betur fer að vinna“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum ánægður með sigur síns liðs og þann fyrsta í vetur gegn einu af fjórum efstu liðum deildarinnar. Hann sagði trú liðsins á það gæti unnið hafa ýtt undir að hans lið vann leikinn. „Þær komu með gott áhlaup eftir að við vorum komin með góða forystu en við héldum haus og náðum að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera.“ Hann var mjög ánægður hvernig liðið byrjaði bæði fyrri og seinni hálfleik og hvernig liðið hélt haus eftir áhlaup Njarðvíkinga. „Í vetur höfum við verið að brotna eftir áhlaup en nú náðum við sem betur fer að vinna.“ Hann tók undir að liðið gæti byggt á frammistöðunni í þessum leik sérstaklega í leikjum gegn efstu þremur liðum deildarinnar. Keflavík, Haukum og Val. „Þetta er mjög langt mót. Við þurfum að vinna fleiri leiki sérstaklega á móti liðunum fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að safna stigum. Vonandi getum við byggt á þessari frammistöðu.“ „Við erum alltaf að verða betri með hverjum leik og þurfum að halda svona áfram“ Hulda Björk var frábær í liði Grindavíkur í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Hulda Björk Ólafsdóttir, leikmaður Grindavíkur var næst stigahæst í liðinu og skoraði fimmtán stig í leiknum. Hún sagði að liðsheildin hjá Grindvíkingum hefði verið það sem helst stuðlaði að sigrinum. „Við héldum áfram þótt þær kæmu með áhlaup, vorum að tala saman í vörninni og vorum að spila saman.“ „Við erum alltaf að verða betri með hverjum leik og þurfum að halda svona áfram. Að spila sem lið og þá gerast bara bestu hlutir.“ Hulda játaði því að lögð væri mikil áhersla á liðsheild hjá Grindavík og liðið spilaði saman sem lið. „Við erum mjög gott lið. Allir geta skorað og það er mjög gott að hafa lið sem getur skorað og hjálpast að og það sé ekki alltaf einhver einn sem er að klára.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti