Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 07:00 Frá Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Stöð 2 Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“ Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02