Núverandi eigendur United, Glazer-fjölskyldan, gaf það út í nóvember á síðasta ári að þeir væru að íhuga að selja félagið. Glazer-fjölskyldan sagði á sínum tíma að til stæði að skoða möguleika á utanaðkomandi fjárfestum sem gæti falið í sér að selja þetta líklega frægasta íþróttalið heims, en félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar í 17 ár.
Stuttu eftir þessa tilkynningu Glazer-fjölskyldunnar fór að spyrjast út um áhuga Ratcliffe á því að eignast félagið, enda hefur hann verið stuðningsmaður þess í áratugi.
Fyrr í dag staðfesti taslmaður fyrirtækis Ratcliffe, INEOS, að fyrirtækið hafi greint Glazer-fjölskyldunni frá áhuga sínum.
„Við höfum formlega hafið tilboðsferlið,“ sagði talsmaðurinn í samtali við The Times.
Ineos has entered the bidding process to buy Manchester United. “We have formally put ourselves into the process of bidding”, spokesman has told Times Sport’s @DickinsonTimes 🔴 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 17, 2023
Sir Jim Ratcliffe is the first one to go public — with other groups now also interested. pic.twitter.com/MD6q2zZefx
Áhugasamir kaupendur þurfa að skrá áhuga sinn með formlegum hætti hjá viðskiptabankanum sem sér um sölu félagsins áður en formleg kauptilboð berast.
INEOS, með Ratcliffe í fararbroddi, er fyrsti aðilinn til að greina opinberlega frá áhuga sínum á að kupa félagið, en einnig er búist við tilboðum frá Bandarískum fjárfestum. Þá hefur Prns Abdulaziz bin Turki Al-Faisal, íþróttamálaráðherra Sádí-Arabíu, einnig staðfest tilætlanir ríkisins um að taka yfir félagið.