Búið spil hjá Brady sem gaf engar vísbendingar Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 09:30 Tom Brady var ekki með neinar yfirlýsingar eftir tapið í gærkvöld en óvíst er hvað tekur við hjá honum. AP/Chris O'Meara NFL-goðsögnin Tom Brady gæti hafa spilað sinn allra síðasta leik í gærkvöld en hafi svo verið rímaði frammistaðan engan veginn við einstakan feril þessa magnaða íþróttamanns. Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady. NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Brady, sem unnið hefur Ofurskálina oftast allra eða sjö sinnum, náði sér engan veginn á strik þegar Tampa Bay Buccaneers töpuðu 31-14 fyrir Dallas Cowboys og féllu þar með úr leik. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, skyggði á Brady og skiluðu köst hans meðal annars fjórum snertimörkum. Dallas mun nú mæta San Francisco 49ers í leik um sæti í NFC-úrslitaleiknum en sigurliðið úr þeim leik spilar svo um Ofurskálina. Hins vegar er óvíst hvað tekur við hjá Brady sem er nú samningslaus. Talið er að Buccaneers hafi áhuga á að Brady spili sitt 24. keppnistímabil í NFL-deildinni með liðinu en fleiri félög hafa áhuga, vilji Brady halda áfram að spila. Brady lagði hjálminn á hilluna í fyrra en sneri þeirri ákvörðun aðeins fjörutíu dögum síðar og spilaði sína þriðju leiktíð með Buccaneers. Hann samþykkti tíu ára samning við Fox Sport um að verða aðalsérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar um NFL um leið og ferli hans yrði lokið, en samningurinn er virði 375 milljóna Bandaríkjadala eða um 54 milljarða króna. Brady hefur verið orðaður við Miami Dolphins og Las Vegas Raiders en aðspurður um sín mál eftir tapið í gær hafði hann fátt að segja: „Ég ætla heim og ná góðum nætursvefni. Fókusinn hefur verið á þennan leik og nú tökum við einn dag í einu,“ sagði Brady.
NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira