Góðar fréttir fyrir Arsenal en slæmar fréttir fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 09:01 Gabriel Martinelli fagnar marki sínu fyrir Arsenal á móti Liverpool á Emirates leikvanginum fyrr á þessu tímabili. Getty/Justin Setterfield Ofurtölvan fræga hefur nú spáð fyrir um lokastöðuna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta út frá því hvernig hún telur að seinni hluti tímabilsins muni spilast. Tölvan hefur trú á því að Arsenal menn haldi út og vinni sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í nítján ár eða síðan 2004. Supercomputer predicts how the premier league table top 6 would be like at the end of the season#epl https://t.co/uS0mEXMaaw— Spylax Football Report (@SpylaxFootball) January 17, 2023 Arsenal mun samkvæmt spánni enda með 85 stig eða þremur stigum meira en þá fráfarandi Englandsmeistarar í Manchester City. Arsenal liðið hefur spilað frábærlega á leiktíðinni en liðið á þó eftir að mæta Manchester City tvisvar sinnum og það eru þeir leikir sem munu eflaust ráða mjög miklu. Það eru tilvonir að vakna hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Manchester United en United er spáð þriðja sætinu, átta stigum frá City og fimmtán stigum á eftir Englandsmeisturum Arsenal. United liðið er í góðum gír og á miklu flugi eftir HM-fríið en það hægist eitthvað á því samkvæmt þessari spá. Það er verður síðan Newcastle United sem tekur fjórða og síðasta sætið í Meistaradeildinni en Liverpool þarf að sætta sig við fimmta sætið og þar með þátttöku í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Liverpool liðið hefur spilað skelfilega síðustu vikurnar og er dottið niður í tíunda sæti deildarinnar. Liðið mun fara upp um fimm sæti á lokakaflanum en það er ekki nóg. Spáin er enn verri fyrir Tottenham og Chelsea sem enda samkvæmt ofurtölvunni í sjöunda og áttunda sætinu. Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Tölvan hefur trú á því að Arsenal menn haldi út og vinni sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í nítján ár eða síðan 2004. Supercomputer predicts how the premier league table top 6 would be like at the end of the season#epl https://t.co/uS0mEXMaaw— Spylax Football Report (@SpylaxFootball) January 17, 2023 Arsenal mun samkvæmt spánni enda með 85 stig eða þremur stigum meira en þá fráfarandi Englandsmeistarar í Manchester City. Arsenal liðið hefur spilað frábærlega á leiktíðinni en liðið á þó eftir að mæta Manchester City tvisvar sinnum og það eru þeir leikir sem munu eflaust ráða mjög miklu. Það eru tilvonir að vakna hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Manchester United en United er spáð þriðja sætinu, átta stigum frá City og fimmtán stigum á eftir Englandsmeisturum Arsenal. United liðið er í góðum gír og á miklu flugi eftir HM-fríið en það hægist eitthvað á því samkvæmt þessari spá. Það er verður síðan Newcastle United sem tekur fjórða og síðasta sætið í Meistaradeildinni en Liverpool þarf að sætta sig við fimmta sætið og þar með þátttöku í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Liverpool liðið hefur spilað skelfilega síðustu vikurnar og er dottið niður í tíunda sæti deildarinnar. Liðið mun fara upp um fimm sæti á lokakaflanum en það er ekki nóg. Spáin er enn verri fyrir Tottenham og Chelsea sem enda samkvæmt ofurtölvunni í sjöunda og áttunda sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira