Sænskur íshokkímarkvörður skuldar sjö milljarða króna og lýsir sig gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 14:01 Robin Lehner sést hér í marki Vegas Golden Knights en hann hefur ekki farið vel með peningana sína. Getty/Jeff Vinnick Markvörður NHL-íshokkíliðins Vegas Golden Knights hefur lýst sig gjaldþrota þrátt fyrir að vera á mjög góðum launum sem leikmaður í bestu íshokkídeild heims. Svíinn Robin Lehner og kona hans hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum og segjast skulda fjölmörgum aðilum samtals um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en sjö milljarða íslenskra króna. NHL: Robin Lehner ansöker om konkurs på grund av exotiska ormar https://t.co/UpwqQePFfo— Sportbladet (@sportbladet) January 15, 2023 Þau hjónin sóttu um gjaldþrotaskipti 30. desember síðastliðinn eftir að fyrirtæki í Wisconsin fylki lögsótti Lehner vegna fjögurra milljón dollara skuldar. Fyrirtækið heldur því fram að Lehner og faðir hans hafi ekki greitt afborganir af viðskiptaláni á síðasta ári. Meðal þess sem Lehner hefur ekki borgað fyrir eru sjaldgæfir snákar sem hann keypti fyrir 1,2 milljónir dollara árið 2017 en þetta kemur fram í umsókn vegna gjaldþrotaskipta. Lehner er með snákana á skriðdýra búgarði í Plato í Missouri fylki. Vegas Golden Knights goaltender Robin Lehner and his wife have filed for bankruptcy in Nevada, citing up to $50 million in debts to dozens of creditors. https://t.co/9iErQrSgxb— The Associated Press (@AP) January 17, 2023 Robin Lehner og Donya kona hans segjast eiga eignir upp á tíu milljónir dollara. Hinn 31 árs gamli markvörður skrifaði undir fimm ára samning við Knights árið 2020 og átti að fá fyrir hann 25 milljónir dollara. Hann hefur ekkert spilað á 2022-23 tímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð á mjöðm. Íshokkí Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Svíinn Robin Lehner og kona hans hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum og segjast skulda fjölmörgum aðilum samtals um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en sjö milljarða íslenskra króna. NHL: Robin Lehner ansöker om konkurs på grund av exotiska ormar https://t.co/UpwqQePFfo— Sportbladet (@sportbladet) January 15, 2023 Þau hjónin sóttu um gjaldþrotaskipti 30. desember síðastliðinn eftir að fyrirtæki í Wisconsin fylki lögsótti Lehner vegna fjögurra milljón dollara skuldar. Fyrirtækið heldur því fram að Lehner og faðir hans hafi ekki greitt afborganir af viðskiptaláni á síðasta ári. Meðal þess sem Lehner hefur ekki borgað fyrir eru sjaldgæfir snákar sem hann keypti fyrir 1,2 milljónir dollara árið 2017 en þetta kemur fram í umsókn vegna gjaldþrotaskipta. Lehner er með snákana á skriðdýra búgarði í Plato í Missouri fylki. Vegas Golden Knights goaltender Robin Lehner and his wife have filed for bankruptcy in Nevada, citing up to $50 million in debts to dozens of creditors. https://t.co/9iErQrSgxb— The Associated Press (@AP) January 17, 2023 Robin Lehner og Donya kona hans segjast eiga eignir upp á tíu milljónir dollara. Hinn 31 árs gamli markvörður skrifaði undir fimm ára samning við Knights árið 2020 og átti að fá fyrir hann 25 milljónir dollara. Hann hefur ekkert spilað á 2022-23 tímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð á mjöðm.
Íshokkí Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira