Enda Kúrekarnir feril Tom Brady í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 15:30 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru á heimavelli í kvöld. AP/Jed Jacobsohn Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst á laugardaginn og lýkur í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys á Flórída. San Francisco 49ers, Jacksonville Jaguars, Buffalo Bills, New York Giants og Cincinnati Bengals tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna með sigri í sínum leikjum. Það er því ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi en sigurvegarinn úr leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys heimsækir San Francisco 49ers til Santa Clara í Kaliforníu. Aðrir leikir um næstu helgi verða Kansas City Chiefs-Jacksonville Jaguars, Philadelphia Eagles-New York Giants og Buffalo Bills-Cincinnati Bengals. Cincinnati Bengals liðið gat þakkað varnarmanninum Sam Hubbard fyrir 24-17 sigur á Baltimore Ravens. Ravens liðið tapaði boltanum á marklínunni í fjórða leikhlutanum í stöðunni 17-17 og Hubbard hljóp 98 jarda með boltann og skoraði snertimark. New York Giants vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í ellefu ár þegar liðið sótti sigur til Minnesota Vikings í Minneapolis. Giants liðið vann leikinn 31-24 þar sem hlauparinn Saquon Barkley fór 109 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Buffalo Bills vann 34-31 sigur í hörkuleik á móti Miami Dolphins þar sem Buffalo liðið komst í 17-0 en var bara 20-17 yfir í hálfleik. Miami liðið gafst aldrei upp þrátt fyrir að lenda mikið undir og spennan hélst allt til leiksloka. Jacksonville Jaguars átti aftur á móti sögulega endurkomu á móti Los Angeles Chargers. Jaguars tapaði fimm boltum í fyrri hálfleik og lenti 27-0 undir en náði ótrúlegum viðsnúningi og tryggði sér eins stigs sigur á vallarmarki í blálokin. San Francisco 49ers vann sannfærandi 41-23 sigur á Seattle Seahawks í fyrsta leik helgarinnar þar sem liðið náði meðal annars að skora 25 stig í röð. Nú er bara einn leikur eftir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar og það gæti orðið sögulegur leikur. Eins og áður eru miklar vangaveltur um framtíð leikstjórnandans Tom Brady sem er auðvitað orðinn 45 ára gamall. Tampa Bay Buccaneers liðið hefur ekki litið allt of sannfærandi út á þessu tímabili og það er næstum því öruggt að Brady spilar ekki fleiri tímabil með liðinu. Kúrekarnir frá Dallas gætu því endað tímabilið og hugsanlega feril Tom Brady með sigri í kvöld. Brady gæti auðvitað samið við annað lið ef hann vill halda áfram að spila þrátt fyrir að vera kominn lang inn á fimmtugsaldurinn. Las Vegas Raiders hefur verið sérstaklega nefnt sem einn af möguleikunum fyrir hann en það kemur betur í ljós eftir tímabilið. Það er leikurinn í kvöld sem skiptir öllu máli fyrir þetta tímabil því tap þýðir snemmbúið sumarfrí. Dallas liðið hefur heldur ekki verið mjög sannfærandi og bæði liðin töpuðu illa í lokaleik sínum í deildinni. Það má heldur ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Brady er oftast bestur á stærsta sviðinu. Hvort sem að tímabilið eða ferillinn endar hjá Brady í kvöld eða ekki þá verður þetta mjög athyglisverður leikur. Hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
San Francisco 49ers, Jacksonville Jaguars, Buffalo Bills, New York Giants og Cincinnati Bengals tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna með sigri í sínum leikjum. Það er því ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi en sigurvegarinn úr leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys heimsækir San Francisco 49ers til Santa Clara í Kaliforníu. Aðrir leikir um næstu helgi verða Kansas City Chiefs-Jacksonville Jaguars, Philadelphia Eagles-New York Giants og Buffalo Bills-Cincinnati Bengals. Cincinnati Bengals liðið gat þakkað varnarmanninum Sam Hubbard fyrir 24-17 sigur á Baltimore Ravens. Ravens liðið tapaði boltanum á marklínunni í fjórða leikhlutanum í stöðunni 17-17 og Hubbard hljóp 98 jarda með boltann og skoraði snertimark. New York Giants vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í ellefu ár þegar liðið sótti sigur til Minnesota Vikings í Minneapolis. Giants liðið vann leikinn 31-24 þar sem hlauparinn Saquon Barkley fór 109 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Buffalo Bills vann 34-31 sigur í hörkuleik á móti Miami Dolphins þar sem Buffalo liðið komst í 17-0 en var bara 20-17 yfir í hálfleik. Miami liðið gafst aldrei upp þrátt fyrir að lenda mikið undir og spennan hélst allt til leiksloka. Jacksonville Jaguars átti aftur á móti sögulega endurkomu á móti Los Angeles Chargers. Jaguars tapaði fimm boltum í fyrri hálfleik og lenti 27-0 undir en náði ótrúlegum viðsnúningi og tryggði sér eins stigs sigur á vallarmarki í blálokin. San Francisco 49ers vann sannfærandi 41-23 sigur á Seattle Seahawks í fyrsta leik helgarinnar þar sem liðið náði meðal annars að skora 25 stig í röð. Nú er bara einn leikur eftir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar og það gæti orðið sögulegur leikur. Eins og áður eru miklar vangaveltur um framtíð leikstjórnandans Tom Brady sem er auðvitað orðinn 45 ára gamall. Tampa Bay Buccaneers liðið hefur ekki litið allt of sannfærandi út á þessu tímabili og það er næstum því öruggt að Brady spilar ekki fleiri tímabil með liðinu. Kúrekarnir frá Dallas gætu því endað tímabilið og hugsanlega feril Tom Brady með sigri í kvöld. Brady gæti auðvitað samið við annað lið ef hann vill halda áfram að spila þrátt fyrir að vera kominn lang inn á fimmtugsaldurinn. Las Vegas Raiders hefur verið sérstaklega nefnt sem einn af möguleikunum fyrir hann en það kemur betur í ljós eftir tímabilið. Það er leikurinn í kvöld sem skiptir öllu máli fyrir þetta tímabil því tap þýðir snemmbúið sumarfrí. Dallas liðið hefur heldur ekki verið mjög sannfærandi og bæði liðin töpuðu illa í lokaleik sínum í deildinni. Það má heldur ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Brady er oftast bestur á stærsta sviðinu. Hvort sem að tímabilið eða ferillinn endar hjá Brady í kvöld eða ekki þá verður þetta mjög athyglisverður leikur. Hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira