„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk Gunnarsdóttir Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn