Gummi Ben með einhverja tilfinningu fyrir Napoli: Lýsir stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 13:00 Napoli leikmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia í leik á móti Internazionale fyrr á þessu tímabili. Getty/Stefano Guidi Stórleikur kvöldsins í ítalska fótboltanum er leikur Napoli og Juventus í Napolíborg en þetta eru tvö efstu liðin í Seríu A eftir sautján umferðir. Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum. Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum.
Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira