Sara Björk hætt í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 10:25 Sara Björk Gunnarsdóttir í einum af 145 landsleikjum sínum. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90) Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Sara Björk gaf þetta út í pistli á samfélagmiðlum í dag. Hún skrifar pistil sinn á ensku en endar hann á að segja: Áfram Ísland. Sara Björk hefur verið í íslenska landsliðinu í sextán ár og á landsleikjametið sem eru 145 leikir. Hún tók við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur fyrir tæpum áratug. Sara Björk lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Slóveníu í ágúst 2007 þegar hún var ekki búin að halda upp á sautján ára afmælið sitt. Hún hefur átt landsleikjametið síðan hún sló met Katrínar Jónsdóttur árið 2020. 145 A landsleikir, 24 mörk, fjögur EM. Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk. It's been some ride @sarabjork18 - thank you for all the memories.#dottir pic.twitter.com/YHbcwfXlh7— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2023 Sara gefur ekki út sérstaka ástæðu fyrir því að hún sé hætt í landsliðinu en segir að þetta hafi verið langur og ánægjulegur tími en að nú sé kominn tími til að segja bless. „Þetta hefur verið eitt svakalegt ferðalag,“ skrifaði Sara Björk Gunnarsdóttir meðal annars í pistli sínum. Sara hefur verið með í öllum fjórum Evrópukeppnum íslenska landsliðsins. Sara endar á því að þakka Knattspyrnusambandi Íslands fyrir allt samstarfið öll þessi ár og óskar þess að sambandið og kvennalandsliðið eigi bjarta framtíð. Sara er nú leikmaður Juventus á Ítalíu en hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili. Hún lék áður með stórliði Lyon í Frakklandi og þar áður með Wolfsburg í Þýskalandi. Hún vann Meistaradeildina tvisvar með Lyon og hefur unnið marga landstitla með liðum sínum í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. Sara hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá árinu 2011. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra eftir að hafa eignast barn árið 2021. Sara hefur tvisvar verið kosin Íþróttamaður ársins, fyrst 2018 og svo aftur árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rk Gunnarsdo ttir (@sarabjork90)
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tímamót KSÍ Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti