Karólína Lea um Glódísi: Liðfélagarnir í Bayern eru í áfalli hvað hún er góð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir bregða á leik í myndatöku fyrir Meistaradeildina. Getty/Christian Hofer Karólína Lea Vilhjálmsdóttir talar vel um liðsfélaga sinn Glódísi Perlu Viggósdóttur en þær eru saman í bæði Bayern München og íslenska A-landsliðinu. Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti