Lífið

Tíu her­bergja villa í Garða­bæ leitar eig­anda

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þetta glæsilega einbýli í Garðarbænum leitar nú nýs eiganda.
Þetta glæsilega einbýli í Garðarbænum leitar nú nýs eiganda. Fasteignaljósmyndun

Við Brúnás í Garðabæ stendur 530 fermetra glæsihýsi sem nú er til sölu.

Um er að ræða vel skipulagða eign sem búin er öllum helstu þægindum. Húsið er á tveimur hæðum og er staðsett á fallegum útsýnisstað í Garðabæ.

Húsið var teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt og byggt árið 2005. Í húsinu er meðal annars að finna tíu herbergi, þrjú baðherbergi, fimm svefnherbergi, tvöfaldan bílskúr og heitan pott.

Fasteignamat hússins er rúmar 200 milljónir en óskað er eftir tilboði í húsið.

Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis.

Húsið stendur við Brúnás í Garðabæ.Fasteignaljósmyndun
Í húsinu er meðal annars að finna þessa rúmgóðu setustofu.Fasteignaljósmyndun
Húsið var teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt.Fasteignaljósmyndun
Huggulegt sjónvarpsherbergi.Fasteignaljósmyndun
Húsið er rúmir 500 fermetrar.Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.