Um er að ræða vel skipulagða eign sem búin er öllum helstu þægindum. Húsið er á tveimur hæðum og er staðsett á fallegum útsýnisstað í Garðabæ.
Húsið var teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt og byggt árið 2005. Í húsinu er meðal annars að finna tíu herbergi, þrjú baðherbergi, fimm svefnherbergi, tvöfaldan bílskúr og heitan pott.
Fasteignamat hússins er rúmar 200 milljónir en óskað er eftir tilboði í húsið.
Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis.




