Southampton sló City úr leik Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 21:50 Sekou Mara fagnar eftir að hafa skorað fyrra mark Southampton í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola stillti upp sterku liði þrátt fyrir að hafa hvílt Erling Haaland, Kevin De Bruyne og Rodri. Heimamenn í Southampton byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu tvö mörk um miðbik fyrri hálfleiksins. Fyrst skoraði Sekou Mara eftir sendingu frá Lyanco og stuttu síðar kom Moussa Djenepo heimamönnum í 2-0 eftir sendingu Romeo Lavia. Í hálfleik gerði Guardiola þrefalda breytingu þar sem De Bruyne, Manuel Akanji og Nathan Ake komu inná og auk þess kom Erling Haaland inn stuttu síðar. Þetta hafði ekki mikið að segja. City tókst ekki að skora og Southamton náði að sigla sigrinum í höfn. Lokatölur 2-0 og þeir verða þá í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin ásamt Manchester United, Newcastle United og svo annað hvort Nottingham Forest eða Wolves en þar er í gangi vítaspyrnukeppni. Enski boltinn Fótbolti
Pep Guardiola stillti upp sterku liði þrátt fyrir að hafa hvílt Erling Haaland, Kevin De Bruyne og Rodri. Heimamenn í Southampton byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu tvö mörk um miðbik fyrri hálfleiksins. Fyrst skoraði Sekou Mara eftir sendingu frá Lyanco og stuttu síðar kom Moussa Djenepo heimamönnum í 2-0 eftir sendingu Romeo Lavia. Í hálfleik gerði Guardiola þrefalda breytingu þar sem De Bruyne, Manuel Akanji og Nathan Ake komu inná og auk þess kom Erling Haaland inn stuttu síðar. Þetta hafði ekki mikið að segja. City tókst ekki að skora og Southamton náði að sigla sigrinum í höfn. Lokatölur 2-0 og þeir verða þá í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin ásamt Manchester United, Newcastle United og svo annað hvort Nottingham Forest eða Wolves en þar er í gangi vítaspyrnukeppni.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti