Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 00:01 Karl Bretaprins, Megan Markle og Harry Bretaprins. Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Scary Movie-stjarna látin Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Sjá meira
Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Scary Movie-stjarna látin Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Sjá meira