„KR í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 08:31 Kjartan Henry Finnbogason er mættur í FH. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason kveðst spenntur fyrir næsta kafla á sínum ferli með FH, sem hann mun leika með í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu KR. „Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“ Besta deild karla FH KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég átti mína fyrstu æfingu í gær þar sem var tekið vel á móti mér og ég er bara spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan Henry um nýtt félag. Hann yfirgaf KR eftir stormasamar vikur þar sem hann var sakaður um ófagmannlega hegðun áður en þær ásakanir voru dregnar til baka. KR nýtti sér svo uppsagnarákvæði í samningi hans og ákvað Kjartan að kúpla sig út úr boltanum. „Það voru einhver símtöl og einhverjir sem höfðu samband en ég ákvað það nú eftir að samningum mínum var sagt upp [hjá KR] að ég myndi fara í smá frí og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. Svo ég fór erlendis með fjölskyldunni yfir jólin,“ „Svo þegar maður kemur heim í janúar þá byrjar mann að kitla og þegar FH hafði samband, þá var það engin spurning,“ segir Kjartan Henry. Klippa: þetta var no brainer fyrir mig, Spennandi að vinna með teyminu En af hverju var aldrei spurning um að fara í FH? „Það er svo margt. Hér eru frábærar aðstæður og góður leikmannahópur sem spilaði undir getu í fyrra. Ég þekki til í hópnum og auðvitað er þetta þjálfarateymi sem mér finnst spennandi að vinna með. Þannig að þetta var no brainer fyrir mig,“ segir Kjartan. Heimir Guðjónsson, sem er uppalinn í KR líkt og Kjartan, var ráðinn þjálfari FH eftir síðustu leiktíð. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson, sem var í teyminu hjá KR síðasta sumar áður en hann færði sig til FH á miðju sumri. Þarf ekkert að sanna fyrir KR Hann vill þá algjörlega skilja sig frá KR eftir það sem gekk á í haust og einblína á nýjan kafla. „Já, algjörlega, þú orðar það ágætlega. Það svolítið liðið, nokkrir mánuðir, þó mér finnist það vera lengra en það. Það er bara í fortíðinni en nútíðin og framtíðin er hérna í Krikanum hjá mér. Það er bara spennandi að kynnast nýju fólki og nýju félagi,“ „Ég hef ekki neitt að sanna [fyrir þeim hjá KR] eða neitt slíkt. Auðvitað er maður í góðu standi og fótboltaferillinn er stuttur. Mér finnst gaman að skora mörk og ég fékk tækifæri hér hjá FH og ég ætla að borga það til baka með mörkum og miðla af minni reynslu til ungra og efnilegra leikmanna sem eru hér fyrir,“ Kjartan kveðst hungraður fyrir sumarið, eftir að hafa spilað lítið í fyrra. „Ekki spurning. Ég er að verða seinn á æfingu og er mjög spenntur,“ Stefnt að viðsnúningi FH lenti í allskyns brasi á síðustu leiktíð og bjargaði sér naumlega frá falli í Lengjudeildina. Félagið hefur hins vegar verið á meðal þeirra stærstu undanfarin ár og segir Kjartan að stefnt sé að viðsnúningi. „Ég veit að hér er alltaf stefnt hátt. Síðasta tímabil er búið og eins og ég sagði áðan þá endurspeglar leikmannahópurinn alls ekki það gengi, en stundum er þetta svona. Blessunarlega héldu þeir sér uppi og svo er bara að keyra á þetta, bretta upp ermar og láta verkin tala,“ Ekkert ákeðið með fagn í Vesturbæ Mörgum KR-ingnum sárnaði við að sjá Kjartan Henry í treyju FH þegar hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Kjartan segir hins vegar ríg milli félaganna síðustu ár ekki hafa hvarflað að sér þegar hann ákvað að slá til í Hafnarfirði. „Nei, bara alls ekki. Mér hefur alltaf liðið vel hérna í Krikanum og iðulega skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast núna,“ Aðspurður hvort hann muni fagna ef hann skorar á Meistaravöllum á komandi sumri segir Kjartan: „Ég er ekki kominn þangað. Við skulum tala um það þegar við komum að þeirri brú.“
Besta deild karla FH KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira