Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2023 16:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ásamt fulltrúum sveitarfélagsins og beggja ráðuneyta að fundi loknum. Stjórnarráðið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. Þetta er fjórði samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Reykjanesbæjar hefur Reykjavík skrifað undir samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem og sveitarfélögin Árborg og Akureyri. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að Reykjanesbær búi yfir mikilli reynslu varðandi móttöku flóttafólks. „Yfirgripsmikil þekking sveitarfélagsins er sannarlega dýrmæt og getur nýst öðrum sveitarfélögum vel. Áskoranirnar eru margar nú þegar aldrei hafa komið fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd til Íslands og í sameiningu geta ríki og sveitarfélög gert þær áskoranir að tækifærum. Einkennisorð Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans, eiga því sérstaklega vel við núna.“ Hvetja öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ að mikil uppsöfnuð þekking og reynsla sé í þessum málum hjá bænum sem mikilvægt sé að nýta áfram. „Reykjanesbær er tilbúinn að deila þessari þekkingu með öllum þeim sveitarfélögum sem ætla að taka þátt í þessu samfélagslega mikilvæga verkefni. Í ljósi nýrra áherslna og aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks, var ákveðið að gera nýjan samning milli Reykjanesbæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Reykjanesbær hvetur öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í móttöku fólks á flótta.“ Í kjölfar undirritunarinnar í Reykjanesbæ fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með bæjaryfirvöldum ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni og fulltrúum beggja ráðuneyta. Greint var frá því hvernig sveitarfélagið tekur á móti flóttafólki og hver umgjörðin er. Reykjanesbær hefur í mörg ár sinnt móttöku flóttamanna, auk þess að vera þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Því til viðbótar hefur bærinn veitt fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd þjónustu á meðan umsókn þeirra hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Mikil þekking er þannig í Reykjanesbæ á málaflokknum. Ráðherrarnir funduðu jafnframt með bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ og kynntu sér málefni fylgdarlausra barna á flótta. Mikil aukning varð í fjölda þeirra á síðasta ári og býr Suðurnesjabær yfir mikilvægri reynslu við móttöku þeirra. Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þetta er fjórði samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Reykjanesbæjar hefur Reykjavík skrifað undir samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem og sveitarfélögin Árborg og Akureyri. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að samræmd móttaka flóttafólks nái til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að Reykjanesbær búi yfir mikilli reynslu varðandi móttöku flóttafólks. „Yfirgripsmikil þekking sveitarfélagsins er sannarlega dýrmæt og getur nýst öðrum sveitarfélögum vel. Áskoranirnar eru margar nú þegar aldrei hafa komið fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd til Íslands og í sameiningu geta ríki og sveitarfélög gert þær áskoranir að tækifærum. Einkennisorð Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans, eiga því sérstaklega vel við núna.“ Hvetja öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ að mikil uppsöfnuð þekking og reynsla sé í þessum málum hjá bænum sem mikilvægt sé að nýta áfram. „Reykjanesbær er tilbúinn að deila þessari þekkingu með öllum þeim sveitarfélögum sem ætla að taka þátt í þessu samfélagslega mikilvæga verkefni. Í ljósi nýrra áherslna og aukins samstarfs ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks, var ákveðið að gera nýjan samning milli Reykjanesbæjar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Reykjanesbær hvetur öll sveitarfélög til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í móttöku fólks á flótta.“ Í kjölfar undirritunarinnar í Reykjanesbæ fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með bæjaryfirvöldum ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni og fulltrúum beggja ráðuneyta. Greint var frá því hvernig sveitarfélagið tekur á móti flóttafólki og hver umgjörðin er. Reykjanesbær hefur í mörg ár sinnt móttöku flóttamanna, auk þess að vera þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Því til viðbótar hefur bærinn veitt fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd þjónustu á meðan umsókn þeirra hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Mikil þekking er þannig í Reykjanesbæ á málaflokknum. Ráðherrarnir funduðu jafnframt með bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ og kynntu sér málefni fylgdarlausra barna á flótta. Mikil aukning varð í fjölda þeirra á síðasta ári og býr Suðurnesjabær yfir mikilvægri reynslu við móttöku þeirra.
Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira