Gott fólk: Snjóboltinn fór að rúlla eftir verkefni með fyrsta kúnnanum Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2023 12:21 Aðra hverja viku spjallar Guðrún Högnadóttir við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og velgengni í nýjum hlaðvarpsþætti: Gott fólk með Guðrúnu Högna. Gestur fyrsta þáttarins er Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrum rektor í Háskóla Reykjavíkur og fyrrverandi alþingismaður. Vísir/Vilhelm Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu ,,Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“ Fyrsti gestur Guðrúnar er Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík og alþingismaður, en Guðfinna er með BA próf í sálfræði frá HÍ, MA próf í sálfræði frá West Virginia University í Bandaríkjunum og Ph.D í atferlisfræði frá sama skóla, með áherslu á stjórnun. Í þættinum segir Guðfinna meðal annars frá því hvernig henni tókst að ná þeim árangri sem stjórnendaráðgjafi að vinna með stórum amerískum fyrirtækjum, þar á meðal eigendum eins stærsta bandaríska bankans. Guðfinna segir markaðssetninguna í raun hafa byggt á einum viðskiptavini, sem einmitt var hennar fyrsti kúnni. Sá var þrítugur bankastjóri sem Guðfinna starfaði fyrir í um þrjú til fjögur ár, þó ekki nema þrjátíu og þriggja ára sjálf. Á þeim tíma sem þetta var, segir Guðfinna að fjármálafyrirtækjum á svæðinu hafi verið mögulegt að vinna til um sex til sjö verðlauna. „Við horfðum bara á hvort annað og hugsuðum með okkur; það er kannski ekkert úr vegi að stefna bara á að vinna öll þessi verðlaun…,“ segir Guðfinna, enda frábær leið til að koma bankanum á framfæri. Til að gera langa sögu stutta endaði markaðssetningin þó með að verða sú besta fyrir Guðfinnu sjálfa. Því ekki aðeins náði bankastjórinn að vinna öll verðlaunin á þremur til fjórum árum, heldur var um árangurinn fjallað í umfjöllun tímaritsins Bank Management. Greinina góðu á Guðfinna enn þá, enda þakkar hún ráðgjafavelgengni næstu ára þessu verkefni með fyrsta kúnnanum. Í þættinum er komið víða við og rifjar Guðfinna meðal annars upp stofnun Háskólans í Reykjavík og þeirra ákvarðana sem þá voru teknar. Til dæmis segir hún það hafa verið lykilatriði í að byggja upp öfluga menningu að skólinn fylgdi eftir svokölluðu Junior Colleague líkani. Það módel er þekkt hjá mörgum bandarískum skólum og byggir á því að litið er á nemendur skólans sem samstarfsaðila. Þá segir Guðfinna starfsmannastefnuna sem ákveðið var að fylgja eftir hafa verið lykilatriði í því hversu vel það gekk eftir að byggja upp metnaðarfulla og skemmtilega stemningu innan skólans. Þessi stefna hafi í raun byggst á því að bæði starfsfólk og nemendur hlökkuðu til að mæta í skólann á hverjum degi því þannig hefðu allir færi á því að leggja sig sem best fram. „Þú átt að hlakka til og þú átt að geta lagt þig fram,“ segir Guðfinna um stefnuna. Loks segir Guðfinna frá nýsköpunarverkefninu Magnavita sem hún er ein þriggja stofnenda að en Magnavita heldur meðal annars úti eins árs námi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík sem ætlað er fólki á aldrinum 55-75 ára. Markmið Magnavitanámsins er að nemendur setji sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf. Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á hér. Gott fólk með Guðrúnu Högna Stjórnun Starfsframi Skóla - og menntamál Mannauðsmál Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 „Meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun“ Fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna að mati Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra FranklinCovey. 24. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu ,,Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“ Fyrsti gestur Guðrúnar er Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík og alþingismaður, en Guðfinna er með BA próf í sálfræði frá HÍ, MA próf í sálfræði frá West Virginia University í Bandaríkjunum og Ph.D í atferlisfræði frá sama skóla, með áherslu á stjórnun. Í þættinum segir Guðfinna meðal annars frá því hvernig henni tókst að ná þeim árangri sem stjórnendaráðgjafi að vinna með stórum amerískum fyrirtækjum, þar á meðal eigendum eins stærsta bandaríska bankans. Guðfinna segir markaðssetninguna í raun hafa byggt á einum viðskiptavini, sem einmitt var hennar fyrsti kúnni. Sá var þrítugur bankastjóri sem Guðfinna starfaði fyrir í um þrjú til fjögur ár, þó ekki nema þrjátíu og þriggja ára sjálf. Á þeim tíma sem þetta var, segir Guðfinna að fjármálafyrirtækjum á svæðinu hafi verið mögulegt að vinna til um sex til sjö verðlauna. „Við horfðum bara á hvort annað og hugsuðum með okkur; það er kannski ekkert úr vegi að stefna bara á að vinna öll þessi verðlaun…,“ segir Guðfinna, enda frábær leið til að koma bankanum á framfæri. Til að gera langa sögu stutta endaði markaðssetningin þó með að verða sú besta fyrir Guðfinnu sjálfa. Því ekki aðeins náði bankastjórinn að vinna öll verðlaunin á þremur til fjórum árum, heldur var um árangurinn fjallað í umfjöllun tímaritsins Bank Management. Greinina góðu á Guðfinna enn þá, enda þakkar hún ráðgjafavelgengni næstu ára þessu verkefni með fyrsta kúnnanum. Í þættinum er komið víða við og rifjar Guðfinna meðal annars upp stofnun Háskólans í Reykjavík og þeirra ákvarðana sem þá voru teknar. Til dæmis segir hún það hafa verið lykilatriði í að byggja upp öfluga menningu að skólinn fylgdi eftir svokölluðu Junior Colleague líkani. Það módel er þekkt hjá mörgum bandarískum skólum og byggir á því að litið er á nemendur skólans sem samstarfsaðila. Þá segir Guðfinna starfsmannastefnuna sem ákveðið var að fylgja eftir hafa verið lykilatriði í því hversu vel það gekk eftir að byggja upp metnaðarfulla og skemmtilega stemningu innan skólans. Þessi stefna hafi í raun byggst á því að bæði starfsfólk og nemendur hlökkuðu til að mæta í skólann á hverjum degi því þannig hefðu allir færi á því að leggja sig sem best fram. „Þú átt að hlakka til og þú átt að geta lagt þig fram,“ segir Guðfinna um stefnuna. Loks segir Guðfinna frá nýsköpunarverkefninu Magnavita sem hún er ein þriggja stofnenda að en Magnavita heldur meðal annars úti eins árs námi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík sem ætlað er fólki á aldrinum 55-75 ára. Markmið Magnavitanámsins er að nemendur setji sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf. Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á hér.
Gott fólk með Guðrúnu Högna Stjórnun Starfsframi Skóla - og menntamál Mannauðsmál Tengdar fréttir Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 „Meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun“ Fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna að mati Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra FranklinCovey. 24. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“ „En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra. 3. nóvember 2022 07:00
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01
„Meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun“ Fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna að mati Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra FranklinCovey. 24. febrúar 2020 09:00