Potter tók við Chelsea í október á síðasta ári eftir að hafa endað í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með Brighton, en það er besti árangur liðsins í deildinni frá upphafi. Í upphafi þessa tímabils tapaði Brighton aðeins einum leik í fyrstu sex umferðunum undir hans stjórn og sat liðið í fjórða sæti þegar eigendur Chelsea kræktu í hann.
Gengi Chelsea hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum síðan Potter tók við liðinu. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 18 leiki og unnið átta þeirra. Á seinustu fjórum dögum hefur liðið tapað tvisvar gegn Englandsmeisturum Manchester City, 1-0 í deildinni og 4-0 í FA-bikarnum fyrr í kvöld.
„Ég myndi biðja Todd Boehly [einn eigenda Chelsea] um að gefa honum meiri tíma,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leik kvöldsins.
„Ég veit að hjá stórum klúbbum eru úrslit mikilvæg, en ég myndi biðja eigendurna að gefa honum meiri tíma.“
„Seinni hálfleikurinn í kvöld er það sem hann getur gert fyrir liðið. Það sem hann gerði hjá Brighton var magnað, en við þurfum allir tíma á okkar fyrsta tímabili hjá nýju liði. Ég hafði reyndar Lionel Messi á mínu fyrsta tímabili hjá Barcelona þannig ég þurfti ekki tvö tímabil til að aðlagast því Messi var þarna,“ bætti Spánverjinn við.
Manchester City manager Pep Guardiola has urged Chelsea’s owners to give Graham Potter time.#MCFC | #CFC pic.twitter.com/a3QuayR9h9
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2023