Talið er að kaupverðið á sóknarmanninum sem kemur frá Fílabeinströndinni sé rúmlega 10 milljónir punda en þetta eru önnur kaup Graham Potter í janúarglugganum.
Áður hafði Chelsea fest kaup á ranska miðverðinum Benoit Badiashile frá Monaco. Þá er Chelsea sterklega orðað við argentínska miðvallarleikmanninn Enzo Fernández sem leikur með portúgalska liðinu Benfica.
Mögulegt er að Fofana verði lánaður til annars félagið fram á vorið til þess að fá spiltíma áður enn hann fær sjénsinn hjá Chelsea.
Chelsea Football Club has finalised the transfer of David Datro Fofana from Molde!
— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 7, 2023
Chelsea leikur við Manchester City í stórleik þriðju umferðar ensku bikarkeppninnar síðdegis á morgun en sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin áttust við í deildinni í vikunni en þar fór Manchester City með 1-0 sigur af hólmi á Stamford Bridge.