Manchester United fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2023 21:57 Manchester United er á leið í fjórðu umferð FA-bikarsins. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. Gengi Everton hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og fyrir leik kvöldsins var liðið án sigurs í seinustu sjö leikjum í öllum keppnum ef frá eru taldir tveir æfingaleikir. Útlitið var því ekki gott fyrir gestina frá Liverpool þegar Antony kom heimamönnum í forystu strax á fjórðu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Conor Coady jafnaði þó metin fyrir gestina átta mínútum síðar eftir afar klaufaleg mistök hjá David De Gea í marki United og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Áðurnefndur Conor Coady breyttist svo úr hetju í skúrk þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net snemma í síðari hálfleik og áður en Marcus Rashford gulltryggði sigurinn með marki af vítapunktinum í uppbótartíma. Niðurstaðan því 3-1 sigur United sem er á leið í fjórðu umferð FA-bikarsins, en Everton situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. Gengi Everton hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og fyrir leik kvöldsins var liðið án sigurs í seinustu sjö leikjum í öllum keppnum ef frá eru taldir tveir æfingaleikir. Útlitið var því ekki gott fyrir gestina frá Liverpool þegar Antony kom heimamönnum í forystu strax á fjórðu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Conor Coady jafnaði þó metin fyrir gestina átta mínútum síðar eftir afar klaufaleg mistök hjá David De Gea í marki United og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Áðurnefndur Conor Coady breyttist svo úr hetju í skúrk þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net snemma í síðari hálfleik og áður en Marcus Rashford gulltryggði sigurinn með marki af vítapunktinum í uppbótartíma. Niðurstaðan því 3-1 sigur United sem er á leið í fjórðu umferð FA-bikarsins, en Everton situr eftir með sárt ennið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti