Bíó og sjónvarp

Avatar 2 nálgast tvo milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Jake Sully á góðri stundu á Pandóru.
Jake Sully á góðri stundu á Pandóru.

Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu.

James Cameron hefur sagt að myndin, sem fyrst stóð til að frumsýna árið 2014, þurfi að hala inn minnst tveimur milljörðum dala til að skila hagnaði og hefur lýst henni sem einhverri verstu viðskiptahugmynd kvikmyndasögunnar.

Cameron stefnir að því að gera minnst tvær Avatar-myndir til viðbótar.

Fyrsta Avatarmyndin, sem kom út árið 2009, er tekjuhæsta mynd sögunnar, án þess að tillit sé tekið til verðbólgu, en hún hefur samkvæmt Box Office Mojo halað inn tæpur þremur milljörðum dala.

Listinn yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, með tilliti til verðbólgu, er lítur allt öðruvísi út en hann má finna hér.

Way of Water gerist rúmum áratug á eftir fyrri myndinni og snýst hún um þau Jake Sully og Neytiri sem leikin eru af Sam Worthington og Zoe Saldaña, og börn þeirra Neyteyam, Lo´ak, Tuktirey og Kiri.

Í frétt Variety segir að Way of Water hafi grætt mikið á hærri verðmiðum á Imax-sýningar vestanhafs, mikilli ánægju áhorfenda og að margir hafi séð hana oftar en einu sinni. Miðillinn hefur eftir greinendum að tekjur myndarinnar verði í minnsta lagi 1,8 milljarðar dala og að tveir milljarðar séu raunhæfur möguleiki.

Cameron sagði í nýlegu viðtali að þriðja Avatar-myndin ætti að snúa að „öskufólki“ á Pandóru og hún myndi sýna dekkri mynd af Na‘vi fólkinu en áhorfendur hafi séð hingað til. Öskufólkið notist mikið við eld.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar skinu skært á bláum dregli Avatar

Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram í gærkvöldi í London í kvikmyndahúsinu á Leicester Square. Það var stjörnuprýddur gestalisti á forsýningunni og létu leikarar og leikstjórar myndarinnar sömuleiðis sjá sig.

Ný stikla: Pandóra hefur aldrei verið glæsilegri

Framleiðendur Avatar kvikmyndanna hafa nú loks birt fulla stiklu fyrir næstu myndina í seríunni. Hún heitir Way of Water og og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.