Í þágu upplýstrar umræðu Arnar Þór Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:00 Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Arnar Þór Jónsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar