Anníe Mist ofarlega á lista yfir þær sem gætu gripið gæsina á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum árið 2009 og varð síðast heimsmeistari árið 2014. Getty/Dario Cantatore Tia-Clair Toomey hefur verið hraustasta CrossFit kona heims í sex ár eða síðan hún vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 2017. Hún mun hins vegar ekki verja titil sinn í ár. Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði. CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Sjá meira
Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði.
CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti