Íslendingaliðunum fjölgar enn á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur sett saman liðið Team King B.K & Friends fyrir Wodapalooza CrossFit mótið í Miami. Instagram/@bk_gudmundsson Það verður nóg um íslenska keppendur á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem hefst eftir rúma viku. Nýjasta Íslendingaliðið á mótinu er lið Björgvins Karls Guðmundssonar en hann mætir til leiks með þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Wodapalooza staðfesti þátttöku þeirra á miðlum sínum og keppa þeir undir nafninu Team King B.K & Friends. Wodapalooza er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum. Þeir Porter og Morakinyo hafa mjög sterka Íslandstengingu eftir að hafa verið í liðinu sem Anníe Mist Þórisdóttir setti saman fyrir síðustu heimsleika. Báðir eyddu þeir miklum tíma hér á landi við undirbúning sinn fyrir lið CrossFit Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í blíðunni á Flórída frá 12. til 15. janúar næstkomandi. Fyrst verða tveir dagar af einstaklingskeppni á fimmtudegi og föstudegi og svo taka við tveir dagar af liðakeppninni á laugardegi og sunnudegi. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Sara Sigmundsdóttir tekur líka þátt í liðakeppninni en með henni í liði verða þær Emily Rolfe og Katelin Van Zyl. Sara er stórhuga og mun líka taka þátt í einstaklingskeppninni. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. CrossFit Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Nýjasta Íslendingaliðið á mótinu er lið Björgvins Karls Guðmundssonar en hann mætir til leiks með þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Wodapalooza staðfesti þátttöku þeirra á miðlum sínum og keppa þeir undir nafninu Team King B.K & Friends. Wodapalooza er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum. Þeir Porter og Morakinyo hafa mjög sterka Íslandstengingu eftir að hafa verið í liðinu sem Anníe Mist Þórisdóttir setti saman fyrir síðustu heimsleika. Báðir eyddu þeir miklum tíma hér á landi við undirbúning sinn fyrir lið CrossFit Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í blíðunni á Flórída frá 12. til 15. janúar næstkomandi. Fyrst verða tveir dagar af einstaklingskeppni á fimmtudegi og föstudegi og svo taka við tveir dagar af liðakeppninni á laugardegi og sunnudegi. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Sara Sigmundsdóttir tekur líka þátt í liðakeppninni en með henni í liði verða þær Emily Rolfe og Katelin Van Zyl. Sara er stórhuga og mun líka taka þátt í einstaklingskeppninni. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni.
CrossFit Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira