„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 16:07 Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem þekkir sögu skólans manna best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn. Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn.
Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira