Subway Körfuboltakvöld um Loga: „Ætlaði ekki að láta minnast þessa leiks sem hans slakasta El Clasico“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 12:01 Logi Gunnarsson átti frábæran leik gegn Keflavík. Vísir Í Subway Körfuboltakvöldi var farið vel yfir frammistöðu þeirra Loga Gunnarssonar og Elíasar Bjarka Pálssonar í sigri Njarðvíkur gegn Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudag. Tuttugu og þremur árum munar á aldri liðsfélaganna. Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira