Slæm byrjun á árinu hjá lærisveinum Conte Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 15:55 Douglas Luiz skorar hér seinna mark Aston Villa gegn Tottenham í dag. Vísir/Getty Aston Villa gerði frábæra ferð til Lundúna í dag þegar þeir lögðu Tottenham á útivelli í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á nýju ári. Lokatölur 2-0 og lærisveinar Antonio Conte ná því ekki að lyfta sér upp í fjórða sæti deildarinnar á ný. Það var enginn Dejan Kulusevski í liði Tottenham í dag en hann er frá vegna meiðsla aftan í læri. Þá vantar enn Rodrigo Bentancur og Richarlison í lið Spurs sem var í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn en gat farið upp í það fjórða með sigri. Leikurinn var rólegur og markalaus í fyrri hálfleik en Harry Kane átti reyndar skalla sem bjargað var á marklínu. Í upphafi síðari hálfleiks kom svo Emiliano Buendia Aston Villa yfir með marki sem kom eftir slæm mistök Hugo Lloris í marki Tottenham. Hann missti skot Douglas Luiz frá sér til Ollie Watkins sem gerði vel í að finna Buendia í teignum. Argentínumaðurinn kláraði færið vel og gestirnir komnir í forystuna. Tottenham sýndi lítil gæði í sínum leik og eftir að Luiz kom Aston Villa í 2-0 á 73.mínútu voru heimamenn aldrei sérstaklega líklegir til að minnka muninn. Lokatölur 2-0 og Aston Villla tekur þrjú stig með sér heim til Birmingham. Enski boltinn Fótbolti
Aston Villa gerði frábæra ferð til Lundúna í dag þegar þeir lögðu Tottenham á útivelli í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á nýju ári. Lokatölur 2-0 og lærisveinar Antonio Conte ná því ekki að lyfta sér upp í fjórða sæti deildarinnar á ný. Það var enginn Dejan Kulusevski í liði Tottenham í dag en hann er frá vegna meiðsla aftan í læri. Þá vantar enn Rodrigo Bentancur og Richarlison í lið Spurs sem var í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn en gat farið upp í það fjórða með sigri. Leikurinn var rólegur og markalaus í fyrri hálfleik en Harry Kane átti reyndar skalla sem bjargað var á marklínu. Í upphafi síðari hálfleiks kom svo Emiliano Buendia Aston Villa yfir með marki sem kom eftir slæm mistök Hugo Lloris í marki Tottenham. Hann missti skot Douglas Luiz frá sér til Ollie Watkins sem gerði vel í að finna Buendia í teignum. Argentínumaðurinn kláraði færið vel og gestirnir komnir í forystuna. Tottenham sýndi lítil gæði í sínum leik og eftir að Luiz kom Aston Villa í 2-0 á 73.mínútu voru heimamenn aldrei sérstaklega líklegir til að minnka muninn. Lokatölur 2-0 og Aston Villla tekur þrjú stig með sér heim til Birmingham.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti