Ótrúleg Faes-staða miðvarðarins kom Liverpool til bjargar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 22:00 Það myndi útskýra margt ef Wout Faes hefði spilað með lokuð augun í kvöld. Chris Brunskill/Getty Images Wout Faes, 24 ára gamall miðvörður Leicester City, reyndist hetja Liverpool þegar Refirnir heimsóttu Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir komust yfir snemma leiks en tvö ótrúleg sjálfsmörk Faes tryggðu Liverpool 2-1 sigur. Gestirnir frá Leicester komust yfir aðeins fjögurra mínútna leik. Eftir langt útspark léku leikmenn Leicester boltanum sín á milli og allt í einu var Kiernan Dewsbury-Hall bara einn á auðum sjó og sloppinn í gegn. Jordan Henderson mislas aðstæður og miðverðir Liverpool voru hreinlega hvergi sjáanlegir. Staðan orðin 0-1 og heimamenn í allskyns vandræðum. Það var þangað til á 38. mínútu þegar Trent Alexander-Arnold átti fyrirgjöf frá hægri sem virtist vera að fara skoppa í hendurnar á Danny Ward í marki Leicester. Wout Faes sá hins vegar eitthvað sem enginn annar sá og taldi að um gríðarlega hættulega fyrirgjöf væri að ræða. Hann hljóð að boltanum og henti sér í tæklingu með þeim afleiðingum að boltinn fór í boga yfir Ward og í markið. Ótrúlegt sjálfsmark í alla staði og staðan orðin jöfn, 1-1. Faes stöðvaði hins vegar ekki þar. Þegar rétt rúm mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik óð Darwin Núñez að marki. Ward kom út á móti Núñez sem ákvað að lyfta boltanum yfir markvörðinn. Þaðan fór hann í stöngina og skoppaði rétt fyrir framan marklínuna þegar Faes kom askvaðandi og þrumaði boltanum í eigið net. 2 - Wout Faes is the fourth player with two own goals in a single Premier League game, after Jamie Carragher (1999, Liverpool vs Man Utd), Michael Proctor (2003, Sunderland vs Charlton) and Jonathan Walters (2013, Stoke vs Chelsea). Accomplice. pic.twitter.com/KXuyFExLtP— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2022 Annað sjálfsmark miðvarðarins og staðan orðin 2-1 Liverpool í vil. Þó bæði lið hafi fengið allt í lagi færi í síðari hálfleik þá tókst hvorugu þeirra að koma boltanum í netið og leiknum lauk með 2-1 sigri heimaliðsins. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en frammistaða Faes mun lifa lengi, því miður fyrir hann. Liverpool er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 16 leiki á meðan Leicester er í 13. sæti með 17 stig. Einn annar leikur fór fram í deildinni í kvöld, Brentford vann 2-0 útisigur á West Ham United þökk sé mörkum Ivan Toney og Josh Dasilva. Var þetta fimmta tap West Ham í röð. 5 - West Ham have lost five consecutive games in the Premier League for the first time since April 2017 under Slaven Bilic. David Moyes, meanwhile, has lost five consecutive league games for the first time since October 2005 with Everton (6). Burst. pic.twitter.com/y5tQrFrQrH— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2022 Brentford er í 9. sæti með 23 stig á meðan West Ham er í 17. sæti með 14 stig. Enski boltinn Fótbolti
Wout Faes, 24 ára gamall miðvörður Leicester City, reyndist hetja Liverpool þegar Refirnir heimsóttu Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir komust yfir snemma leiks en tvö ótrúleg sjálfsmörk Faes tryggðu Liverpool 2-1 sigur. Gestirnir frá Leicester komust yfir aðeins fjögurra mínútna leik. Eftir langt útspark léku leikmenn Leicester boltanum sín á milli og allt í einu var Kiernan Dewsbury-Hall bara einn á auðum sjó og sloppinn í gegn. Jordan Henderson mislas aðstæður og miðverðir Liverpool voru hreinlega hvergi sjáanlegir. Staðan orðin 0-1 og heimamenn í allskyns vandræðum. Það var þangað til á 38. mínútu þegar Trent Alexander-Arnold átti fyrirgjöf frá hægri sem virtist vera að fara skoppa í hendurnar á Danny Ward í marki Leicester. Wout Faes sá hins vegar eitthvað sem enginn annar sá og taldi að um gríðarlega hættulega fyrirgjöf væri að ræða. Hann hljóð að boltanum og henti sér í tæklingu með þeim afleiðingum að boltinn fór í boga yfir Ward og í markið. Ótrúlegt sjálfsmark í alla staði og staðan orðin jöfn, 1-1. Faes stöðvaði hins vegar ekki þar. Þegar rétt rúm mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik óð Darwin Núñez að marki. Ward kom út á móti Núñez sem ákvað að lyfta boltanum yfir markvörðinn. Þaðan fór hann í stöngina og skoppaði rétt fyrir framan marklínuna þegar Faes kom askvaðandi og þrumaði boltanum í eigið net. 2 - Wout Faes is the fourth player with two own goals in a single Premier League game, after Jamie Carragher (1999, Liverpool vs Man Utd), Michael Proctor (2003, Sunderland vs Charlton) and Jonathan Walters (2013, Stoke vs Chelsea). Accomplice. pic.twitter.com/KXuyFExLtP— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2022 Annað sjálfsmark miðvarðarins og staðan orðin 2-1 Liverpool í vil. Þó bæði lið hafi fengið allt í lagi færi í síðari hálfleik þá tókst hvorugu þeirra að koma boltanum í netið og leiknum lauk með 2-1 sigri heimaliðsins. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en frammistaða Faes mun lifa lengi, því miður fyrir hann. Liverpool er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 16 leiki á meðan Leicester er í 13. sæti með 17 stig. Einn annar leikur fór fram í deildinni í kvöld, Brentford vann 2-0 útisigur á West Ham United þökk sé mörkum Ivan Toney og Josh Dasilva. Var þetta fimmta tap West Ham í röð. 5 - West Ham have lost five consecutive games in the Premier League for the first time since April 2017 under Slaven Bilic. David Moyes, meanwhile, has lost five consecutive league games for the first time since October 2005 with Everton (6). Burst. pic.twitter.com/y5tQrFrQrH— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2022 Brentford er í 9. sæti með 23 stig á meðan West Ham er í 17. sæti með 14 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti