Endaði í fanginu á Pelé: „Þykir mjög vænt um þessa mynd“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2022 07:01 Hafþór Theodórsson í fanginu á sjálfum Pelé. MYNDASAFN JGK Þeir eru ekki margir sem eiga mynd af sér í fanginu á sjálfum Pelé. En Hafþór Theodórsson getur stært sig af því. Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum. Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum.
Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25
Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52