Endaði í fanginu á Pelé: „Þykir mjög vænt um þessa mynd“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2022 07:01 Hafþór Theodórsson í fanginu á sjálfum Pelé. MYNDASAFN JGK Þeir eru ekki margir sem eiga mynd af sér í fanginu á sjálfum Pelé. En Hafþór Theodórsson getur stært sig af því. Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum. Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum.
Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25
Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52