Varamaðurinn Rashford hetja Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 14:25 Marcus Rashford kom inn af bekknum og skoraði sigurmark Man United. Matthew Ashton/Getty Images Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Molineux-vellinum þar sem heimamenn í Wolves tóku á móti Manchester United. Fór það svo að gestirnir unnu 1-0 sigur þar sem Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins. Rashford var ekki í byrjunarliði Man United en fyrir leik staðfesti Erik ten Hag að hann væri í agabanni. Rashford var þó á bekknum og í hálfleik var stuðningsfólk Man Utd lagst á bæn um að hann kæmi inn á sem fyrst. Erik ten Hag on why Marcus Rashford has been benched pic.twitter.com/PbkpYuWBEb— ESPN UK (@ESPNUK) December 31, 2022 Líkt og svo oft áður var leikur þessara liða ekki mikið fyrir augað en gestirnir frá Manchester fengu þó talsvart hættulegri færi í fyrri hálfleik, ef færi skildi kalla. Staðan markalaus í hálfleik. Stuðningsfólk Man United fékk svo ósk sína uppfyllta en Rashford kom inn fyrir Alejandro Garnacho í hálfleik. Það var svo áðurnefndur Rashford sem braut loks ísinn á þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Rashford fékk boltann út á vinstri vængnum, kom inn á völlinn og gaf á Bruno Fernandes sem gaf aftur á Rashford í svæði. Sóknarmaðurinn stóð í lappirnar þó Jonny, bakvörður Úlfanna, hafi gert sitt besta til að toga hann niður og átti svo skot sem fór milli fóta á miðverinum Toti sem og markverðinum José Sá. Marcus Rashford had five goals in 32 games last season. He has 11 in 22 already this season pic.twitter.com/OzOHvgALyG— B/R Football (@brfootball) December 31, 2022 Rashford hélt hann hefði gulltryggt sigurinn á 84. mínútu þegar Sá varði skot hans af stuttu færi en boltinn fór aftur í sóknarmanninn og þaðan í netið. Markið var hins vegar dæmt af þar sem boltinn fór af hendinni á Rashford sem var þó með hana alveg upp við líkamann. Undir lok leiks ógnuðu Úlfarnir verulega og David De Gea þurfti að verja vel eftir hornspyrnu. Hann hafði fyrr í leiknum varið aukaspyrnu Rúben Neves meistaralega og fór það svo að Man United vann mikilvægan 1-0 sigur á Molineux-vellinum. Man United er nú í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 16 leiki. Úlfarnir eru í 18. sæti með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Molineux-vellinum þar sem heimamenn í Wolves tóku á móti Manchester United. Fór það svo að gestirnir unnu 1-0 sigur þar sem Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins. Rashford var ekki í byrjunarliði Man United en fyrir leik staðfesti Erik ten Hag að hann væri í agabanni. Rashford var þó á bekknum og í hálfleik var stuðningsfólk Man Utd lagst á bæn um að hann kæmi inn á sem fyrst. Erik ten Hag on why Marcus Rashford has been benched pic.twitter.com/PbkpYuWBEb— ESPN UK (@ESPNUK) December 31, 2022 Líkt og svo oft áður var leikur þessara liða ekki mikið fyrir augað en gestirnir frá Manchester fengu þó talsvart hættulegri færi í fyrri hálfleik, ef færi skildi kalla. Staðan markalaus í hálfleik. Stuðningsfólk Man United fékk svo ósk sína uppfyllta en Rashford kom inn fyrir Alejandro Garnacho í hálfleik. Það var svo áðurnefndur Rashford sem braut loks ísinn á þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Rashford fékk boltann út á vinstri vængnum, kom inn á völlinn og gaf á Bruno Fernandes sem gaf aftur á Rashford í svæði. Sóknarmaðurinn stóð í lappirnar þó Jonny, bakvörður Úlfanna, hafi gert sitt besta til að toga hann niður og átti svo skot sem fór milli fóta á miðverinum Toti sem og markverðinum José Sá. Marcus Rashford had five goals in 32 games last season. He has 11 in 22 already this season pic.twitter.com/OzOHvgALyG— B/R Football (@brfootball) December 31, 2022 Rashford hélt hann hefði gulltryggt sigurinn á 84. mínútu þegar Sá varði skot hans af stuttu færi en boltinn fór aftur í sóknarmanninn og þaðan í netið. Markið var hins vegar dæmt af þar sem boltinn fór af hendinni á Rashford sem var þó með hana alveg upp við líkamann. Undir lok leiks ógnuðu Úlfarnir verulega og David De Gea þurfti að verja vel eftir hornspyrnu. Hann hafði fyrr í leiknum varið aukaspyrnu Rúben Neves meistaralega og fór það svo að Man United vann mikilvægan 1-0 sigur á Molineux-vellinum. Man United er nú í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 16 leiki. Úlfarnir eru í 18. sæti með 13 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti