Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2022 13:46 Ein frægasta íþróttaljósmynd sem hefur verið tekin. Pelé og Bobby Moore skiptast á treyjum eftir leik Brasilíu og Englands á HM 1970. Brassar unnu leikinn, 1-0. getty/Mirrorpix Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. Pelé er helst minnst fyrir afrek sín með brasilíska landsliðinu. Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu, eitthvað sem enginn annar hefur afrekað. Hann skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum og er markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins ásamt Neymar. Pelé lék allan ferilinn með Santos í heimalandinu fyrir utan tvö ár sem hann var í herbúðum New York Cosmos í Bandaríkjunum. Pelé er einn mesti markaskorari allra tíma en á 21 árs löngum ferli er hann sagður hafa skorað 1281 mark í 1363 leikjum. Ævi Pelés var löng og viðburðarrík og erfitt að draga hana saman í stuttu máli eða fáum myndum. En AP-fréttastofan reyndi það og birti í gær fjögur myndbönd þar sem ævi Pelés er gerð góð skil. Myndböndin eru samtals um 25 mínútur og má sjá hér fyrir neðan. Hér má meðal annars sjá frá leikjum Pelés á HM 1958-70 og í leikjum með Santos. Klippa: Ævi Pelés 1 Hér má meðal annars sjá brot úr leikjum Pelés með New York Cosmos, Pelé ásamt Gerald Ford og Jimmy Carter í Hvíta húsinu og Pelé ásamt Michael Caine við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory. Klippa: Ævi Pelés 2 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé og hann í samskiptum við ýmsa fræga einstaklinga, meðal annars Elton John, Nelson Mandela og Diego Maradona og Pelé með Ólympíueldinn. Klippa: Ævi Pelés 3 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé, hann ásamt Lionel Messi ásamt myndbrotum frá síðustu æviárum hans. Klippa: Ævi Pelés 4 Fótbolti Andlát Pele Tengdar fréttir Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Pelé er helst minnst fyrir afrek sín með brasilíska landsliðinu. Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu, eitthvað sem enginn annar hefur afrekað. Hann skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum og er markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins ásamt Neymar. Pelé lék allan ferilinn með Santos í heimalandinu fyrir utan tvö ár sem hann var í herbúðum New York Cosmos í Bandaríkjunum. Pelé er einn mesti markaskorari allra tíma en á 21 árs löngum ferli er hann sagður hafa skorað 1281 mark í 1363 leikjum. Ævi Pelés var löng og viðburðarrík og erfitt að draga hana saman í stuttu máli eða fáum myndum. En AP-fréttastofan reyndi það og birti í gær fjögur myndbönd þar sem ævi Pelés er gerð góð skil. Myndböndin eru samtals um 25 mínútur og má sjá hér fyrir neðan. Hér má meðal annars sjá frá leikjum Pelés á HM 1958-70 og í leikjum með Santos. Klippa: Ævi Pelés 1 Hér má meðal annars sjá brot úr leikjum Pelés með New York Cosmos, Pelé ásamt Gerald Ford og Jimmy Carter í Hvíta húsinu og Pelé ásamt Michael Caine við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory. Klippa: Ævi Pelés 2 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé og hann í samskiptum við ýmsa fræga einstaklinga, meðal annars Elton John, Nelson Mandela og Diego Maradona og Pelé með Ólympíueldinn. Klippa: Ævi Pelés 3 Hér má meðal annars sjá viðtöl við Pelé, hann ásamt Lionel Messi ásamt myndbrotum frá síðustu æviárum hans. Klippa: Ævi Pelés 4
Fótbolti Andlát Pele Tengdar fréttir Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52