Hjalti um fjarveru Harðar: „Stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. desember 2022 22:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tapaði gegn nágrönnum sínum í Njarðvík 114-103. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með byrjun Keflavíkur og svaraði fyrir fjarveru Harðar Axels Vilhjálmssonar sem var í fríi á Tenerife. „Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
„Við vorum á hælunum í byrjun og gáfum þeim sjálfstraust og það var erfitt að eiga við Njarðvík en hrós á strákana fyrir að koma til baka og gera þetta að leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Hjalti var ánægður með hvernig Keflavík kom til baka í síðari hálfleik eftir að hafa fengið á sig 40 stig í fyrsta leikhluta. „Í seinni hálfleik fórum við að spila sem ein eining. Við vorum bara einhvers staðar og einhvers staðar í fyrri hálfleik. Við vorum mitt á milli varnarlega. Við vorum ekki að dekka maninn okkar, vorum ekki að hjálpa og það boðar aldrei gott. Við þurfum að gera miklu betur varnarlega.“ Keflavík náði að minnka forskot Njarðvíkur niður í níu stig en alltaf þegar það gerðist þá átti Njarðvík svar. „Þeir voru með sjálfstraust og léku okkur grátt í byrjun og þeir voru tilbúnir með skotin og þá fer þetta svona.“ Annað árið í röð tapar Keflavík gegn Njarðvík og Hjalta finnst leiktíminn milli jóla og nýárs ekki henta. „Þessir leikir eru settir á og við verðum að spila þá. Mér þætti eðlilegast að þétta álagið þar sem það eru bara 22 leikir í þessari deild og gefa frí milli jóla og nýárs.“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í fríi á Tenerife og var ekki með liðinu í kvöld. Hjalti hafði mikinn skilning á því og fannst ekkert athugavert við það. „Það var flott hjá honum. Hörður átti þetta inni og þetta var vitað frá upphafi og þetta var allt í góðu. Þetta eru hátíðardagar og menn eru að fara með fjölskyldunni. Ef menn ætla að spila milli jól og nýárs þá geturðu ekki beðið um fullt lið. Ég er sannfærður um að þetta gerist aftur á næsta ári og stundum verður maður að taka fjölskylduna fram yfir einhverja leiki,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira