Ásamt því að velja íþróttamann ársins verður einnig tilkynnt um hver hlýtur nafnbótina þjálfari ársins og hvaða lið er lið ársins að mati samtakanna.
Hanknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins, var kjörinn íþróttamaður ársins á seinasta ári. Þá var Þórir Hergeirsson valinn þjálfari ársins og kvennalandslið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins.
Vísir verður með beina textalýsingu frá kjörinu og má fylgjast með henni hér fyrir neðan. Þá má einnig sjá lista yfir þá sem tilnefndir eru.
Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð:
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir
Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar
Ómar Ingi Magnússon, handbolti
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti
---
Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins 2022:
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
---
Efstu þrjú í kjörinu á liði ársins 2022:
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
Valur, meistaraflokkur karla í handbolta