Lífið

Ás­dís Hjálms­dóttir eignaðist sitt annað barn

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Ásdís birti mynd af nýfæddum syni á Instagram
Ásdís birti mynd af nýfæddum syni á Instagram Instagram

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari, eignaðist sitt annað barn á dögunum með eiginmanni sínum, John Annerud, frjálsíþróttaþjálfara.

Barnið, drengur sem hefur fengið nafnið Alexander Freyr Johnsson Annerud, kom í heiminn á jóladag, 25. desember síðastliðinn. Fyrir eiga hjóninn sonin Erik Hjálm sem fæddist árið 2021.

Ásdís greindi frá því á síðasta ári að hún hygðist ekki keppa á Ólympíuleikunum þar sem hún væri ólétt. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís á Instagram.

Ásdís og John með soninn Erik HjálmInstagram

Ásdís ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Hún á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra.

Ásdís og John gengu í hjónaband árið 2019. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.