Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2022 15:56 Borpallurinn Transocean Enabler. Gaslindin í Barentshafi er sögð stærsti fundurinn á norska landgrunninu í ár. Transocean Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu. „Þetta er stærsti fundurinn á norska landgrunninu þetta árið og kemur eins og jólagjöf,“ sagði leitarstjóri Vår Energi, Alessandro Barberis, í yfirlýsingu. Það var áhöfn borpallsins Transocean Enabler sem boraði niður á gaslindina en þar er um 400 metra dýpi niður á hafsbotn. Vår Energy á 50% hlut í leyfinu en Aker BP á hinn helminginn. Leyfinu var úthlutað í febrúar 2021. Vinnslupallurinn Golíat þegar hann var dreginn á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. Norska olíustofnunin sagði í yfirlýsingu að sérleyfishafar myndu kanna þann möguleika að tengja gaslindina við þá innviði sem þegar væru til staðar á Golíat-vinnslusvæðinu, sem er um 85 kílómetra norðvestur af Hammerfest. Lupa-svæðið er svo 25 kílómetrum norðaustan Golíats. Í forsendum fjárlagafrumvarps norsku ríkisstjórnarinnar í haust var boðað að olíuframleiðsla Noregs myndi aukast um 15% á árinu 2023. Ástæðan var einkum sögð aukin framleiðsla á Johan Sverdrup-svæðinu, nýjustu gullkvörn Norðmanna. Og Norðmenn eru hvergi hættir að leita. Í síðasta olíuleitarútboði norskra stjórnvalda í september sóttu 26 olíufélög um ný sérleyfi en þau voru boðin út í Barentshafi. Hér má sjá norska ráðamenn fagna opnun Johan Sverdrup-svæðisins fyrir þremur árum: Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. 23. janúar 2022 13:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Þetta er stærsti fundurinn á norska landgrunninu þetta árið og kemur eins og jólagjöf,“ sagði leitarstjóri Vår Energi, Alessandro Barberis, í yfirlýsingu. Það var áhöfn borpallsins Transocean Enabler sem boraði niður á gaslindina en þar er um 400 metra dýpi niður á hafsbotn. Vår Energy á 50% hlut í leyfinu en Aker BP á hinn helminginn. Leyfinu var úthlutað í febrúar 2021. Vinnslupallurinn Golíat þegar hann var dreginn á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. Norska olíustofnunin sagði í yfirlýsingu að sérleyfishafar myndu kanna þann möguleika að tengja gaslindina við þá innviði sem þegar væru til staðar á Golíat-vinnslusvæðinu, sem er um 85 kílómetra norðvestur af Hammerfest. Lupa-svæðið er svo 25 kílómetrum norðaustan Golíats. Í forsendum fjárlagafrumvarps norsku ríkisstjórnarinnar í haust var boðað að olíuframleiðsla Noregs myndi aukast um 15% á árinu 2023. Ástæðan var einkum sögð aukin framleiðsla á Johan Sverdrup-svæðinu, nýjustu gullkvörn Norðmanna. Og Norðmenn eru hvergi hættir að leita. Í síðasta olíuleitarútboði norskra stjórnvalda í september sóttu 26 olíufélög um ný sérleyfi en þau voru boðin út í Barentshafi. Hér má sjá norska ráðamenn fagna opnun Johan Sverdrup-svæðisins fyrir þremur árum:
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. 23. janúar 2022 13:27 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. 23. janúar 2022 13:27
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32