„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. desember 2022 08:12 Kardashian segir það engan dans á rósum að deila uppeldinu með ólíkindatólinu Ye. epa/Caroline Brehman „Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye. Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“ Hollywood Mál Kanye West Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Skilnaður Kardashian og Ye, áður Kanye West, gekk í gegn í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru á aldrinum þriggja til níu ára og í viðtalinu tjáði Kardashian sig um það hvernig hún leitaðist við að vernda þau frá umtali um samband hennar við Ye, þá ekki síst á internetinu. „Ef þau vita ekki hvað fólk er að segja, af hverju ætti ég þá að opna þau fyrir þeirri orku? Þetta er virkilega raunverulegt, alvarlegt fullorðins drasl sem þau eru ekki reiðubúin til að takast á við,“ sagði Kardashian um orðræðuna um föður þeirra og samband hans og Kardashian. „Þegar þau eru það munum við eiga þessar samræður,“ bætti hún við. Ye hefur verið duglegur við að tjá sig um skilnaðinn á samfélagsmiðlum og ásakað Kardashian og fjölskyldu hennar um að halda börnunum frá sér. Þá hefur hann ekki veigrað sér við að gagnrýna Kardashian, meðal annars fyrir það hvernig hún klæðir sig, og ráðist gegn fyrrverandi kærasta hennar, Pete Davidson. Kardashian segist hins vegar hafa haldið aftur af sér þegar kemur að því að skjóta til baka og segir að einn daginn muni börnin hennar þakka sér fyrir að hafa ekki notað tækifærið og talað illa um pabba þeirra. Hún hefði sannarlega ýmislegt að segja, þótt hún kysi að gera það ekki. „Ég hef algjörlega varið hann og mun gera það fyrir börnin mín,“ segir Kardashian. „Á mínu heimili vita börnin ekkert hvað er að gerast þarna úti í heiminum,“ bætir hún við en það sé tæpt. Hún segir óumflýjanlegt að börnin verði þess áskynja hvað fólk er að segja en að hún muni vernda þau eins lengi og mögulegt er. Kardashian segist taka það á sig að halda andlitinu, hvað sem gengur á. „Ef við erum á leiðinni í skólann og þau vilja hlusta á tónlist pabba þeirra þá skiptir engu máli hvað gengur á; ég verð að brosa og spila tónlistina og syngja með krökkunum. Ég læt sem ekkert sé og svo þegar ég er búin að koma þeim í skólann get ég grátið.“
Hollywood Mál Kanye West Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira