Rúmlega tvö þúsund sæðisskammtar úr Fróða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2022 15:05 Fróði og aðrir hrútar voru kynntir í máli og myndum í Hrútaskránni, sem kom út í nóvember. Halla Eygló Sveinsdóttir Hrúturinn Fróði frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands yfir fengitímann, sem var að ljúka. Sæði úr Fróða var sent í rúmlega tvö þúsund ær. Sauðfjársæðingar stóðu yfir frá 1. desember til 20. desember hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum skammt frá Selfossi. Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands segir að sæðingar hafi gengið vel fram til 16. desember en þá versnaði færð og veður og sendingar misfórust. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum. Kraftur frá Skarði í Landsveit var með útsent sæði í 1.415 ær, Angi frá Borgarfelli í Skaftártungu var með útsent sæði í 1.215 ær, Askur frá Kirkjubæjarklaustri með útsent sæði í 1.065 ær og Gullmoli frá Þernunesi var með útsent sæði í 1.045 ær. Ekki tókst að anna eftirspurn eftir sæði úr Anga og Gullmola. Á heimasíðu Búnaðarsambandsins kemur einnig fram að lítil eftirspurn var eftir sæði úr mörgum af eldri hrútunum á Sauðfjársæðingastöðinni, bændur hafi verið mun spenntari fyrir nýju hrútunum, sem þýðir að ekki má slaka á að fá nýja hrúta á stöðina og huga vel að endurnýjun. Til upplýsingar er rétt að geta þess að ær ganga á 16 til 17 daga fresti frá nóvember og fram eftir vetri. Frjósemi þeirra er mest framan af þessu tímabili, þ.e.a.s. á hefðbundnum fengitíma í desember. Ærnar eru blæsma í u.þ.b. 2 sólarhringa en egglosið verður 24-30 klukkustundir eftir að beiðslið byrjar og eggið er frjótt í allt að 24 klukkustundir. Sæðið lifir í allt að 24 klukkustundir í leghálsi og eggjaleiðurum ánna. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum.Úr Hrútaskránni 2022/2023 Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sauðfjársæðingar stóðu yfir frá 1. desember til 20. desember hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum skammt frá Selfossi. Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands segir að sæðingar hafi gengið vel fram til 16. desember en þá versnaði færð og veður og sendingar misfórust. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum. Kraftur frá Skarði í Landsveit var með útsent sæði í 1.415 ær, Angi frá Borgarfelli í Skaftártungu var með útsent sæði í 1.215 ær, Askur frá Kirkjubæjarklaustri með útsent sæði í 1.065 ær og Gullmoli frá Þernunesi var með útsent sæði í 1.045 ær. Ekki tókst að anna eftirspurn eftir sæði úr Anga og Gullmola. Á heimasíðu Búnaðarsambandsins kemur einnig fram að lítil eftirspurn var eftir sæði úr mörgum af eldri hrútunum á Sauðfjársæðingastöðinni, bændur hafi verið mun spenntari fyrir nýju hrútunum, sem þýðir að ekki má slaka á að fá nýja hrúta á stöðina og huga vel að endurnýjun. Til upplýsingar er rétt að geta þess að ær ganga á 16 til 17 daga fresti frá nóvember og fram eftir vetri. Frjósemi þeirra er mest framan af þessu tímabili, þ.e.a.s. á hefðbundnum fengitíma í desember. Ærnar eru blæsma í u.þ.b. 2 sólarhringa en egglosið verður 24-30 klukkustundir eftir að beiðslið byrjar og eggið er frjótt í allt að 24 klukkustundir. Sæðið lifir í allt að 24 klukkustundir í leghálsi og eggjaleiðurum ánna. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum.Úr Hrútaskránni 2022/2023
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira