Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 20:32 Hildur Guðnadóttir tónskáld á Óskarsverðlaunahátíðinni 2020. Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein