Áhugamálið varð að atvinnu: Frá Egilsstöðum um alla Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 07:00 Stefán Númi Stefánsson er eini íslenski atvinnumaðurinn í amerískum fótbolta. Vísir/Sigurjón Stefán Númi Stefánsson er eini atvinnumaður Íslands í amerískum fótbolta og leikur með stórliði Potsdam Royals í Þýskalandi. Sem ungur drengur á Egilsstöðum óraði hann ekki fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Sjá meira
Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Sjá meira